Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1943, Qupperneq 22

Læknablaðið - 01.09.1943, Qupperneq 22
48 LÆKNABLAÐIÐ Stéttar- og félagsmái. Læknanámskeið. Læknafélag Reykjavíkur skipaði á síSastl. vetri 3ja manna nefnd til þess aö sjá um undirbúning og framkvæmd á læknanámskeiöi í Reykjavik. Nefnd þessari kom saman um að haga námskeiðinu þannig að sér- fi'óSir m enn flyttu fyrirlestra í handlæknis- og lyflæknisfræSi, augnsjúkd., eyrnasjúkd., sálsýk- isfræSi, berklaveiki, húS- og kyn- sjúkdómum, röntgenfræSi og um félagsleg læknisstörf (social-me- dicin). Þá var ráSgert aS þátt- takendur skiptu sér niSur á spítala- deildir og rannsóknastofur fyrri hluta dagsins, sem áhorfendur eða jafnvel þátttakendur í daglegum störfum á þeim stöSum. Einnig höfSu nokkrir sérfræSingar heitiS aSstoS sinni til leiðbeininga og „demonstrationa" á ýmsum atriS- um sem þeir hafa rekizt á í starfi sínu aS er ábótavant hjá almenn- um læknum, eSa leiSbeiningum eft- ir sérstökum óskum þátttakenda. NámskeiS þetta var svo ákveSið aS halda dagana ii,—16 október. ASeins 2 menn utan af landi gáfu sig fram sem þátttakendur, en eng- inn starfandi læknir úr Reykjavík og nágrenninu. E. t. v. hefir tím- inn ekki þótt heppilegu-r, en hann var valinn rneSal annars meS hliS- sjón af því, aS búist var við aS Læknafélag íslands héldi aSalfund sinn á þessum tíma og virtist meiri hluti stjórnar L. I. fylgjandi því, um tíma. Samt fór svo aS aSal- fundurinn var ekki boSaSur og virSist hann eiga aS falla niSur þetta áriS. í þetta sinn hefir land- íæknir þó engar hömlur lagt á fundarhöld L. í. (sbr. skýrslu fór- manns L. í. á síSasta Læknaþingi, Læknabl. 28. árg. bls. 36). En hvaSa tími er heppilegastur fyrir námskeiSin? Á veturna og allt fram á vor er ógreiSfært úr sumurn héruSum landsins, síSan byrja sumarleyfi væntanlegra fyr- irlésara og annir hinna sem taka störf þeirra sem í sumarleyfi eru, en þaS getur veriS allt aS þriSj- ungi lækna Reykjavíkur í senn. Vfkara hefir veriS erfitt aS fá allt áriS undanfariS. Einhverju verSur aS fórna og menn verSa aS gegna störfum hver fyrir annan. LæknanámskeiS, svipuS því sem hér var ráSgert, tíSkast víSa er- lendis og eru vel sótt og vinsæl og er þó oft eingöngu um fyrir- lestranámskeið aS ræSa. ó. G. Vanmáttugur félagsskapur Á rúmlega einu ári hafa a. m. k. fjórir af okkar fámennu stétt orSiS fyrir langvinnu heilsutjóni, á bezta aldursskeiSi, svo þeir hafa orSiS aS leggja niSur störf og jafn- vel segja lausum embættum. Manni flýgur í hug í þessu sambandi hve hörmulega vanmáttugur stéttarfé- lagsskapur lækna er, þegar þannig er ástatt. Engir sjúkrasjóSir né almennar tryggingar gegn sjúk- dómuni, þ. e. a. s. mun lakara ástand en hjá fjölda annara stéft- arfélaga. Er ekki kominn timi til aS at- huga þetta mál nánar? ó. G. Afgreiðsla og innheimta LæknablaSsins er í FélagsprentsmiSjunni h.f.. Reykjavik. Sími 1640. Pósthólf 570. FélagsprentsmiSjan h.f.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.