Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 4

Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 4
4 KRAFTUR ,,Ég útskrifaðist úr Iðnskólanum 1995 og vann og lærði á stofunni hennar mömmu, en hún var einnig hársnyrtimeistari, utan fjögur ár þar sem ég starfaði í Danmörku. Þegar ég kom til baka hóf ég aftur störf hjá henni árið 2000 en það var svo mikið lán í óláni að ári áður við mamma greinumst þá hafði hún selt stofuna en við fylgdum bara með í kaupunum,“ segir Sigríður. „Mamma greindist með krabbamein í brisi, aðeins 57 ára og ég greindist viku síðar með bráðahvítblæði en þá var ég 36 ára. Ég fór til Svíþjóðar í mergskipti sem gengu vel og mamma til Kína að leita sér óhefðbundinna lækninga, en ef til vill var það bara of seint, það er svo erfitt að segja í þessum málum. Þetta var allt svo ótrúlegt. Ég kom heim úr mergskiptum í maí 2009 en mamma dó 24. júní, einum og hálfum mánuði eftir að ég kom heim.“ Sigríður segir að þessi ár hafi bara verið martröð. ,,Það er er ekkert hægt að lýsa því öðruvísi. Þegar maður lítur til baka þá áttar maður sig ekkert á því að maður hafi gengið í gegnum þetta. En ég held að það sé bara þannig þegar fólk greinist með alvarlegan sjúkdóm þá setur það sig í einhverjar stellingar til þess að lifa af. Þú klárar verkefnið og færð áfallið eftir á. Ég missti aldrei vonina í minni meðferð, nema ef til vill allra fyrst á meðan ég var að reyna að meðtaka skilaboðin. Þá hélt ég að ég væri að fara deyja. Ég gat ekki hugsað mér að hitta neinn, fara neitt eða gera neitt. En tíminn heldur áfram að líða og þá áttar maður sig á því að það er bara staðreynd að þessi sjúkdómur er til staðar og ég fór þetta svolítið á sálfræðinni. Ég hugsaði að það væru tvær leiðir til að takast á við þetta, með því að fara upp eða niður og ég ákvað að takast á við sjúkdóminn með jákvæðu hugarfari og ég hafði líka til mikils að vinna, ég ætti góðan mann og tvö börn, en ég missti eitt vegna meðferðarinnar en ég var komin tíu vikur á leið þegar ég greindist. HUgURinn eR sTeRKT AFl Sigríður segist trúa mög á mátt hugans. ,,Ég held að hugurinn sé miklu sterkara afl heldur en margir halda og ég fór þetta svolítið á kímninni og gerði bara gott úr sem flestu án þess að vera í einhverjum Pollyönnuleik. Ég á líka tvö börn og ég vildi ekki að þau upplifðu mig sem mikinn sjúkling, jafnvel þótt ég væri ekki að fela neitt fyrir þeim og við töluðum um veikindi mín. En núna er ég laus við sjúkdóminn og ég er tiltölulega hraust og ég reyni að gera gott úr því sem er. Ég er reyndar enn að glíma við eftirmála NýTTI REyNSLuNA Og STOFNAðI SéRSTAkA háRgREIðSLuSTOFu sigRÍðUR MARgRéT einARsdóTTiR, HáRsnyRTiMeisTARi og MóðiR HennAR HelgA bjARnAdóTTiR, seM einnig sTARFAði Í sAMA FAgi, gReindUsT Með KRAbbAMein Með viKU Millibili. nú þReMUR áRUM eFTiR Að sigRÍðUR lAUK MeðFeRð HeFUR Hún sToFnAð séRsTAKA HáRsnyRTisToFU þAR seM Hún M.A. býðUR Upp á HáRKollUR FyRiR KonUR seM eRU Í KRAbbAMeinsMeðFeRð. Krabbameinið leiddi Sirrý í raun inn á braut hárgreiðslunnar aftur. „Ég ákvað að takast á við sjúkdóminn með jákvæðu hugarfari og ég hafði líka til mikils að vinna.“ viðTAl

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.