Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 9

Kraftur - 01.11.2011, Blaðsíða 9
EkkI hægT Að vERðLEggjA þjóNuSTu kRAFTS HUldA bjARnAdóTTiR HeFUR veRið FRAMKvæMdAsTjóRi Hjá KRAFTi Í RúM Tvö áR og segiR áRin HAFA veRið bæði áHUgAveRð og sKeMMTileg. „Áherslurnar hjá félaginu hafa verið að breytast og sumt er orðið verkefnatengdara. Árið í ár hefur að miklu leyti farið í uppbyggingu á Stuðningsnetinu okkar en það er komið í nokkuð flott ferli og námskeiðin eru keyrð reglulega auk þess sem önnur félög eru farin að kaupa sig inn á námskeiðin. Þau félög sjá mikilvægi þess að þjálfa og veita sínu fólki handleiðslu samhliða því að veita öðrum stuðning“, segir Hulda. „Það er alls ekki auðvelt að veita stuðning en það er jafnframt gefandi að geta deilt reynslu sinni með þeim sem er að ganga í gegnum veikindi. Stuðningsfulltrúar geta á námskeiðunum lært að setja mörk, lært virka hlustun, lært hvaða úrræði eru í boði og auk þess þegið handleiðslu eftir erfið tilvik sem hafa tekið persónulega á og því teljum við námskeiðin dýrmæt fyrir þá sem veita stuðning og gæðin eru svo sannarlega mikil, þökk sé Gyðu Eyjólfsdóttur sálfræðingi Krafts sem heldur utan um Stuðningsnetið og námskeiðin.“ ReynslUsögURnAR nýTAsT jAFnvel Í KennslU Hulda segir að þegar ljóst var að námskeiðin voru að festa sig í sessi þá hafi Kraftur farið í það að nútímavæða Stuðningsnetið enn frekar. „Auglýsingastofan EXPO var tilbúin að styrkja okkur og við réðumst í upptökur á reynslusögum fólks sem greinst hefur og aðstandendum þeirra. Þessi myndbönd urðu tæplega sjötíu en þau má nálgast á kraftur.org og á YouTube (slá þá inn KrafturORG). Það var mjög mikilvægt að taka þetta skref því það má ekki gleyma því að fólk á landsbyggðinni og jafnvel Íslendingar erlendis veikjast líka og þá er mikilvægt að það geti nýtt sér stuðninginn enda oft erfitt fyrir það fólk að taka þátt í þeim viðburðum eða þiggja þá endurhæfingu sem í boði er í höfuðborginni.“ Framkvæmdastjórinn segir að það sé gaman að fá símtöl frá kennurum sem kenna heilbrigðistengdar greinar og segjast nýta þessar sögur í kennslu. „Fólk er líka að uppgötva hve mikilvægur stuðningur er og að það sé gott allra vegna að tala opinskátt um veikindin. Kraftur hefur einnig reglulega boðið til sín lækna-, hjúkrunar-, sjúkraþjálfa- og sálfræðinemum í heimsókn í þeim tilgangi að benda þeim á mikilvægi stuðnings og hlið aðstandenda í jafn erfiðu ferli og krabbameinsveikindi eru. Þau hafa kunnað mjög vel að meta það og maður finnur að það er sífellt verið að leggja meiri áhersla á stuðning og jafningjastuðning í námi þeirra í heild.“ vAnTAR veRKlAg og yFiRsýn Það er mikilvægt sjúklingsins og aðstandenda vegna að allir hagsmunaðilar hafi sömu yfirsýn og sömu markmið þegar veikindin uppgötvast. „Í dag er upplifunin sú að það virðist vera tilviljunum háð hverjir fá hvaða upplýsingar. Það er ekki við neinn einn að sakast og það er mjög mikið álag á þeim sem starfa í nánasta umhverfi krabbameinssjúklingsins meðan á meðferð stendur. Sá meðferðaraðili er ef til vill að vinna með mjög afmarkaðan þátt, þ.e. meinið sjálft. En þá er svo margt annað sem þarf að hafa í huga eins og hvaða lífi getur sjúklingurinn lifað utan stofnunarinnar og jafnvel eftir að meðferð er lokið, hvaða stuðning eða aðstoð er hægt að þiggja meðfram í ferlinu og hver er að hlúa að aðstandendum. Fólk fær alltof oft upplýsingar fyrir tilviljun og það er oft eins og það vanti að fara yfir heildartékklista strax í upphafi. Þegar t.d. einstaklingur greinist um tvítugt, er þá séð til þess örugglega að ræða við viðkomandi um mögulega ófrjósemi, er rætt við viðkomandi sem kynveru eða er rætt við viðkomandi um endurhæfingu og stuðningshópa sem eru í boði svo eitthvað sé nefnt,“ segir Hulda og heldur áfram. „Það kom hingað til lands hollenskur sérfræðingur sem benti á mikilvægi þess að læknar ræddu þessa þætti við sjúkling sinn á fyrstu stigum meðferðarinnar, rétt eins og lyfjagjöfina sjálfa. Rannsóknir sýna að þetta er fólki ofarlega í huga, ef ekki efst og því hægt að setja þær áhyggjur í farveg og benda mögulega á úrræðin og fagfólkið sem getur tekið þessa þætti áfram með viðkomandi. Ég hitti enn í dag ungt fólk í meðferð sem fyrir rælni fengu ábendingu frá aðstandendum um mögulegar afleiðingar meðferðarinnar eins og ófrjósemi eða þá að maður hittir fólk sem var ekki eins heppið og fékk engar upplýsingar. Þetta finnst mér ekki hægt og trúi að við getum bætt úr upplýsingaflæði og verklagi. Þó að allt sé í uppnámi við að lækna meinið þá megum við ekki vera svo skammsýn að upplýsa fólk ekki um það sem framtíðin ber í skauti sér eða ekki. Það liggur við að ég segi að skortur á upplýsingum sé glæpur og því þarf að tryggja verklag og yfirsýn í þágu ungs fólks með krabbamein og aðstandenda. Það hefur lengi verið talað um verklag en stundum upplifi ég það sem orðin innantóm því miður.“ sjálFboðAliðAR FélAgsins öFlUgiR Hulda segir að jafningjastuðiningur sé mjög mikilvægur. ,,Við vitum að sá jafningjastuðningur sem við erum að standa fyrir getur skipt sköpum. Segjum að einhver sé að fara út í mergskipti þá bjóðum við honum að hitta einstakling sem hefur upplifað það og sá getur ef til vill sýnt viðkomandi myndir, lýst aðstöðunni, sagt frá því hvernig dagarnir ganga fyrir sig, hvort það sé mögulegt að taka börnin með og fleira í þessum dúr; þetta eru upplýsingar sem er ekki hægt að setja verðmiða á og þetta eru upplýsingar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur ekki endilega tök á að veita né tíma til að ræða eða fara yfir enda hraðinn mikill og álagið eftir því. Við upplifum það á eigin skinni alla daga hvað við erum að gera góða hluti og hversu starf okkar er mikilvægt. Nú viljum við dýpka Stuðningsnetið okkar þannig að við getum boðið upp á fjölbreytt net með einstaklingum sem hafa eins fjölbreytta reynslu og mögulegt er, hvort sem það eru ólík mein, ólíkur aldur, ólík kyn eða að vera systkini, foreldri eða maki og svo framvegis. HAgsMUnAðilAR geTA geRT beTUR Kraftur hefur alltaf lagt sig fram um að vinna með ólíkum hagsmunaaðilum og stjórnin hefur lagt á sig mikla vinnu á til að átta sig á því umhverfi sem við búum við og hvernig hægt sé að bæta það. „Því eru spennandi tímar framundan hjá félaginu og ég veit að það er hægt að gera betur í þessum efnum.“ segir Hulda Bjarnadóttir. Hún lætur nú af störfum fyrir Kraft um áramótin og verður mikill missir af henni. Störf hennar hafa einkennst af fádæma dugnaði og krafti en við óskum henni velfarnaðar á nýjum slóðum.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.