Læknablaðið - 01.08.1946, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ
GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR
Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: BJÖRN
SIGURÐSSON frá Veðramóti og JÓHANNES BJÖRNSSON.
31. árg. Reykjavík 1946 7. tbl. *
Lm K-vítamín.
Eftir Öskar Þ. Þórðarson, dr. med.
Fyrirlestur, haldinn í L. R. þann 14. nóv. 1945.
Háttvirtu kollegar.
Saga K-vítamínsins er glöggt
dæmi þess, hve þróun nútíma
læknisfræði er liáð mismunandi
greinum liffræðinnar og náinni
samvinnu vísindamanna um all-
an heim.
Á árunum 1929—33 vann
danski lífefnafræðingurinn
Henrik Dam að rannsóknum
varðandi cholesterinefnaskipti
kjúklinga, er fengu fóður, sem
var sneytt næringarefnum, er
leysast upp í fitu. Dam tók eftir
þvi, að á einu tilraunadýranna
sáust hlæðingar, sem hann áleit
að stöfuðu af efnaskorti í fæð-
unni, sennilega vitamínskorti.
Dam sinnti þessu ekki nánar að
sinni, en árið 1934 hóf hann,
ásamt Schönheyder, tilraunir i
því skyni, að rannsaka þessar
hlæðingar nánar. Það veittist
auðvelt að válda hlæðingum í
dýrunum með því að gefa þeim
áðurnefnt fóður. Þegar þetta
fóður liafði verið sneytt þeim
vítamínum, sem þá voru þeklct,
og þeirn síðan liætt í fóðrið eft-
ir ákveðnum reglum, kom það
í ijós, að þau gátu hvorki kom-
ið í veg fyrir né læknað blæð-
ingarnar, en þetta var aftur á
móti hægt með því að gefa dýr-
unuin ákveðnar jurtategundir.
Árið 1935 birti Dam ýtarlegar
rannsóknir, sem sýndu, að
blæðingarnar lilytu að stafa af
vitamínskorti, og kallaði Dam
þetta óþekkta vítamín K-víta-
mín. Samtímis birti Schön-
heyder rannsóknir um líffræði-
leg áhrif þessa vítamíns og
mælingu á þvi. K-vítamínskort-