Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1946, Page 9

Læknablaðið - 01.08.1946, Page 9
LÆKNABLAÐIÐ 99 og þar með var leiðin opin til þess að búa lil lireint K-víta- mín. Læknarnir liöfðu ekki leitt þessa atburði bjá sér. f Ameríku og Evrópu, þ. e. a. s. í Dan- mörku, Noregi og Englandi. fundu þeir, að K-vítamínskort- ur veldur blæðingahneigð (dia- tliesis hæmorrbagica) við ýmsa sjúkdóma, og byrjuðu strax að nota K-vítamínlyfin jafnóðum og þau komu á markaðinn. K-vítamínrannsóknirnar voru leiddar til iykta með slíkum liraða, að einsdæmi eru í sögu vítaminrannsóknanna. Tæpum 5 árum eftir að Dam bafði sýnt fram á, að þetta vítamin var til i náttúrunni, var vítamínið ein- angrað, framleitt hreint (syn- tetiskt), gerð grein fyrir eðli þess og afleiðingum af skorti á því og fundið, við hvaða sjúk- dómum það átti. I náttúrunni finnast tvenns- konar K-vítamín. Kx finnst i jurtarikinu i ýmsum æðri plönt- um sem innihalda klórófyl, og er myndun þess liáð áhrifum sólarljóssins. Það finnst eink- um í smára, spínati, grænkáli, hvítkáli og litilsháttar í ertum og tómötum. Avextir allskonar, sítrónur, appelsínur, perur, kartöflur og rófur, eru mjög snauðar af K1? og sömuleiðis allskonar kornfræ.. Matvæli úr dýraríkinu, t. d. kjöt, fiskur (nýr) og mjólk, geyma mjög lítið af K-vítamíni, en lifur úr nautgripum og egg dálítið. Ein- angrað er Kj. ljósgul olía, sem liefir sérkennileg adsorptions- spectra og eyðileggst við áhrif sólarljóssins. Kx er 2-methyl- 3-phytyl-l,4 naftókínón. Brúttó- formúlan er C(1 H4G 02. Ko finnst í ýmsum dýraleifum, t. d. fiskimjöli, og auk þess búa ýmsar bakteríur það til, t. d. sumir coli stofnar. Það myndast þannig í ríkum mæli í colon hjá dýrum og mönnum, og er álitið að Iv-vítamínþörfin fáist bælt aðallega með þeim liælti. Hreint er efnið ljósgulir krystallar, sem bafa ákveðin adsorplionsspectra og leysast ekki upp í vatni. Ií2 er 2-methyl-3-difarensil-l,4 naftokinon. Brúttóformúlan er C41H50O2. Bæði Kj og Ko leysast upp i fitu og eru gallsúr sölt því nauð- svnleg til þess að þau geti borizt inn í æðarnar frá meltingar- færunum. Ivemiskt eru bæði vítamínin skyld tócóferólum, það er að segja E-vítamininu. Bæði innibalda þau naftókínón- kjarna og við liaiin eru tengdar iiliðarkeðjur á þeim stöðum, sem eru merktir 2 og 3. Vitamin Iv4 innilieldur phytyl samband, eins og vítamín E, en þetta sam- band er ekki skilyrði fyrir hinni líffræðilegu verkun. Ií2 sem er óvirkara en K, inniheldur ekki phytyl, lieldur aðrar hliðarkeðj- ur. Ilið tilbúna efni 2-methyl-l,4

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.