Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1946, Qupperneq 12

Læknablaðið - 01.08.1946, Qupperneq 12
102 LÆKNABLAÐIÐ binið minnkar, lengist storkn- unartíminn hlutfallslega, og þegar það liefir minnkað um ea. 90%, er storknunin orðin svo léleg, að afleiðingin verður dia- thesis hæmorrhagica. Hjá heilbrigðu fólki er pró- thrombinmagn hlóðsins stöðugt jafnmikið, þó að nokkur munur sé á því frá einstaklingi til ein- staklings. Á þessu eru þó tvær undantekningar, en þær eru barnshafandi konur og nýfædd hörn. Fyrstu tvo mánuði með- göngutímans er próthrombin- magnið eðlilegl, en frá3.-6.mán- aðar eykst það jafnt og þétt og er að jafnaði hækkað um 65% frá 6. mánuði til fæðingar. Slrax eftir fæðinguna minnkar prothrombinið aftur og er orðið eðlilega mikið 3 vikum síðar. I hlóði nýfæddra harna er próthrombinið að jafnaði ekki meira en 40% af því sem það er hjá fullorðnum. Næstu. 2—3 dagana minnkar það enn meira, að jafnaði niður í 20%, en frá 3. degi, þegar gerlagróður er hafinn í þörmunum, byrjar próthrombinið að aukast. Það vex ört næstu 6—8 daga, og er orðið eins og í fullorðnum í eins til tveggja mánaða gömlu barni. Það eru til margar aðferðir til þess að mæla próthrombin- magn blóðsins. Sameiginlegt þeim öllum er, að það sem mælt er, er verkun próthromhínsins. Aðaleinkenni enzyma er verkun þeirra. Eitt af táknum þessarar verkunar, er sá tími sem enzvmið þarf til þess, að ummynda það efni sem það verkar á, undir ákveðnum skil- yrðum. Þessi tímalengd er fvrst og fremst háð enzvmmagninu, þó innan nokkurra takmarka. Verkunarhraði enzymsins á efnið er því notaður til að mæla enzymmagnið. Próthromhinmagn blóðsins má finna með mestri ná- kvæmni, þegar magn hinna storknunarefnanna í blóðvökv- anum er kunnugt, með því að þynna liann liæfilega og gæta nokkurra fleiri skilyrða,og mæla síðan storknunartímann. Hann sýnir þá próthrombinmagnið. Við mælinguna má annað hvort nola plasma eða hlóð. Sjálfs- storknun er varizt með því að nota annað hvort sölt, sem hinda calciumionana, eða liep- arin, sem hindur prótliromhin- ið. Ef notuð eru sölt, er storkn- unartíminn mældur frá því er calcium er bætt i kerfið, en ef notað er heparin, er hann mæld- ur frá því er vefsefnið er sett i kerfið. Ivunnasta og mest notaða að- ferðin er sú, sem kennd er við ameríkumanninn Quick, eða af- hrigði af þeirri aðferð. Við Quicks-aðferð er notað óþynnt oxalatplasma og í það er sett vefsefnisupplausn og ealcium- upplausn. Sá tími sem líður

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.