Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1946, Page 16

Læknablaðið - 01.08.1946, Page 16
106 L Æ Iv N A B L A Ð I Ð fæðingu, og síðan sama skammt daglega næstu 6 daga, þangað til gerlagróðurinn í þörmunum er kominn af stað. Eftir þann tíma fá börnin nægilegt af víta- mininu úr meltingarfærunum, þ. e. a. s. ef þau ekki fá melt- ingarkvilla. Þar sem þessi lækningaað- ferð hefir verið notuð, er árang- urinn glæsilegur. Eins og eg minntist á áðan, dóu á Sahl- grenska Sjukhuset í Gautaborg, úr blæðingalmeigð, 1,92 pro mille af 17.740 hörnum, sem fæddust þar á árunum 1934— 40, og ekki liöfðu fengið K-vita- min. Árið 1910 var byrjað á því, að gefa öllum börnum, sem fæddust þar, tilbúin K-efni þeg- ar eftir fæðingu, og árið 1943 var fjöldi dáinna úr blæðinga- lmeigð kominn niður í 0,45%o af 13.250 fæðingum. Það er að segja, á þessum 3 árum lækkaði dauðratalan úr blæðingarbneigð um %. Við þennan útreikning voru þau börn ekki talin með, sem dóu fyrstu 24 klukkustund- irnar eftir fæðingu, svo að and- lát af völdum meiðsla í fæðingu eru útilokuð að mestu leyti. Nú hafa 30.000 börn fengið þessa meðferð í Gautaborg, árangur- inn verður birtur In-áðlega, og hefir próf. Lelnnann, sem stjórnar þessum rannsóknum, skrifað mér að dauðratalan frá 1943 breytist ekki að neinum mun, og að liægt sé að bjarga þannig 1,6 af hverju þúsundi lifandi fæddra barna. Rannsóknirnar á Rikisspital- anum í Kaupmannahöfn hafa ekki verið birtar í lieild ennþá, en mér er kunnugt um, að ár- angurinn þar er ekki lélegri en í Gautaborg. Þessi lækning er ódýr. Ilér á landi kostar 1 mg. af tilbúnu K-efni i/2 eyri komið i lyfjabúð. Hér á landi fæðast að jafnaði 2.330 lifandi börn á ári, og lief- ir ungbarnadauðinn síðastliðin ár verið milli 3 og 3,6%. Ef við gerum ráð fyrir þvi, að lilut- fallið milli dánartölunnar úr blæðingarlmeigð og alls ung- barnadauðans sé eins hér og í Svíþjóð, og að árangurinn af Iv- vítaminmeðferð yrði sá sami hér og liann er þar, þá æltum við að geta bjargað fjórum börnum árlega. Fyrir okkur er þessi tala ckki óveruleg, og ef við tökum þetta ekki til athug- unar, er ekki vist að við getum lengi liælt okkur af því að vera meðal þeirra þjóða, sem bafa lægstan ungbarnadauða. Annnað meginhiiutverk Iv- vítaminlækninga er að koma í veg fyrir og lækna cholæmiskar blæðingar. Það hefir lengi verið kunn- ugt, að sjúklingum sem hafa alvarlega lifrarsjúkdóma og langvarandi gulu, er hætt við blæðingum, bæði sjálfkrafa og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.