Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1946, Page 17

Læknablaðið - 01.08.1946, Page 17
LÆIvNABLAÐIÐ 107 einkum eftir skurðaðgerðir. Þetta er ein af þeim vofum sem iiafa blandað galli í bikar kir- urganna, þegar þeir liafa „litið 3rfir það sem þeir böfðu gert“. Hinar eru eins og kunnugt er thrombose-vofan, garnaflækju- vofan og lostvofan (chock). Menn bafa rej’nt að skýra þessar blæðingar á ýmsan hátt. Lengi var ætlað, að ankning á gallsýrum og gallsúrum söltum truflaði storknun blóðsins, en þetta reyndist rangt. Árið 1906 sýndi Morawitz fram á það, að blæðingarnar við cliolæmi stöf- uðu af því, að storknunartimi blóðsins var óeðlilega langur og að orsökin til þess væri sú, að oflítið myndaðist af tbrombini til þess að blóðið gæti storknað með eðlilegum hraða. Árið 1935 fann Quick að storknunar- truflunin stafaði af próthrom-. binskorti, og árið 1938 sönnuðu þeir Brinckhous, Warner og Smith, að þessi skortur stafaði af K-vitaminskorti. Skýringin á þessum K-vítaminskorti er sú, að K-vítaminið sem mj’ndast i þörmunum lejrsist upp í fitu og kemst ekki inn í úræðarnar fremur en önnur slik efni, þeg- ar gall vantar í garnirnar. Ann- að atriði sem miklu varðar i þessu sambandi, er starfshæfi- leiki lifrarinnar. Þegar lifrar- vefurinn er mikið evddur, eins og t. d. á sér oft slað við cirrhos- is hepatis, þá er lifrin ekki fær um að mjrnda prótbrombin, jafnvel þó að sjúldingarnir fái gallsúr sölt eða K-vítamin. Það er langt frá því að blæð- ingar eigi sér stað við alla lifr- arsjúkdóma sem valda gulu. Próthrombin sjúklinga sem hafa bráða lifrarbólgu lækkar sjaldan niður fyrir 50%, og þeir eru þvi ekki í blæðingarhættu. Ef þcssum sjúklingum er gefið K-vítamín, þá eykst próthrom- bínið svo mikið, að það verður eðlilegt, en það er ekki sannað, að K-vítmíngjöf liafi nokkur á- brif á gang sjúkdómsins. Hjá sjúklingum, sem bafa langvinna lifrarbólgu eða cirrhosis hepat- is, getur próthrombínið minnk- að svo mikið, að þeir komist i blæðingarhættu, þ. e. a. s. niður fjrrir 10%, en þegar svo er kom- ið þá þýðir lítið að gefa þessum sjúklingum K-vítamín; þær lifrarfrumur, sem enn eru starf- liæfar, eru svo þrautpindar, að þær geta ekki framleitt meira prótþrombín þrátt fyrir K-víta- mingjöf. Þessu er annan veg farið þeg- ar um skurðlæknisaðgerð við gulu er að ræða, þ. e. a. s. i gall- stíflu og bráðri lifrarbólgu, þeg- ar tekur fvrir gallrennslið til þarmanna vegna gallrásarstiflu og gula ldýzt af, þá minnkar prothrombínið oft á skömmum tíma svo mikið, að afleiðingin verður blæðingarhneigð. Skurð- læknarnir bafa verið afar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.