Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1947, Side 9

Læknablaðið - 15.10.1947, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 83 Þetta var rétt og satt, en um mánaðamótin höfðu enn 10 taugveikissjúklingar bætzt við. Ég var búinn að stunda lækn- ingar hér i bænum i rúmt ár og hafði ég öðru hverju séð taugaveikissjúkling hér og hvar á stangli, en aldrei hafði ég séð þá hnappast svona nlður. Fannst mér þetta líkast því, sem kom fyrir á námsárum mínum á læknaskólanum, er 8 eða 10 manns veiktust af tauga- veiki vestur á Selstúnum, var þar brunnliola i túninu og lét Guðmundur Björnsson, þá hér- aðslæknir, loka lienni, og tók þá fvrir veikina. Núna bar mest á veikinni i hverfinu frá Lindargötu upp á Laugaveg, milli Smiðjustígs og Barónsstígs, og fór hún aldr- ei út fyrir það svæði. í Bjarnaborg veiktist enginn. Þar hjuggu um hundrað manns, og ekki meiri þrifnað- ur þar en almennt gerðist. Var það harla kynlegt, ef smitið var að sækja í jarðveginn hér og hvar. En skýringin var sú, að i portinu að húsabaki var brunnur með dælu, sem vand- lega var gengið frá og Bjarni heitinn trésmiður hafði af for- sjálni látið grafa, þegar hann hyggði Bjarnaborg. Þangað sóttu allir húsbúar vatn sitt. Ég spurðist nú fyrir hiá öll- um taugaveikissjúklingum, sem ég stundaði, i hvaða vatnsból valn væri sótt til heimilisins, og kom í ljós, að alls staðar var vatnið sótt í Móakotslind. Einn sjúklingur var samt á Baróns- stíg og var á því heimili vatn sótt í Barónspóstinn, en við nánari athugun kom í ljós, að hann hafði skörnmu áður borð- að á heimili á Lindargötu, sem sótti vatn í Móakotslind. Fór ég nú enn og náði tali af landlækni og héraðslækni, en þeir sátu við sinn keip. Varð 'ég þvi að fa i helur á slúfana og fór nú í hvert það hús i hverfinu, er taugaveiki var i, og spurðist betur fyrir um vatnsból. Kom enn i ljós það sama, því að undanteknum þrcmur heimilum við Laugaveg og' einu við Grettisötu, sóttu öll smituðu heimilin vatn í Móa- kotslindina. Að þessu loknu gerði ég þeg- ar í stað kort yfir svæðið, er sóttin gekk um. og morkti þar heimili þau, er veikin va'' á og sjúklingafjölda á hverju lieim- ili. Merkti ég heimilin á mis- munandi liátt á kcrtinu, eftir því þvort þau sóltu vatn í Móa- kotslind, Baróns])óst eða önn- ur vatnsból. Sýndi ég nú landlækni og héraðslækni kortið, og tjáði nú ekki í móti að mæla. Var þá Móakotslind lokað hægt og hljóðalaust þann 16. des. 1906. Alls veiktust i nóv. 29, i des- ember 47, i jan. 1907 13, i febrú- ar 8 og marz 1; óvíst er, hvort

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.