Læknablaðið - 15.10.1947, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ
85
þessi 1 sjúkl. í marz heyri til
þessum faraldri. Samtals 98. Þá
voru íbúar Reykjavíkur 9500,
en í hverfinu þar sem veikin
var, hefir naumast búið meir
en þriðjungur bæjarbúa. Svo
ekki var furða, þótt fólk væri
óttaslegið. Miðað við fólks-
fjölda núna, svarar það til þess
að 500 manns tæki taugaveiki
á rúmum tveim mánuðum inn-
an þess sama svæðis, að við-
bættri Norðurmýri. En se'm bet-
ur fer mun ekki bætta á slíku,
því eftir að vatnið var leitt til
bæjarins og lag komst á skolp-
rennslið, sem hvorttveggja varð
fyrir ötula forgöngu Guðmund-
ar heitins Björnssonar,þá bvarf
taugaveikin með öllu.
80 þessara sjúklinga komust
á spítala, 2 á Frakkn. sp. og
53 á Landakotssp. Af þeim dóu
8—10%. Hve margir dóu af
þeim, sem lágu í heimahúsum,
þori ég ekki að fullyrða, en
margir voru það ekki, því þótt
þeir væru ekki fluttir strax á
spítala, þá var það gert, er
þeim tók að þyngja.
Ég er hræddur um, að erfitt
yrði nú um spítalapláss, ef
svona mikil sótt kæmi liér upp.
Hérna voru þá 1 rúm á spí-
tala fyrir livert hundrað njanns
þann tímann, sem franskir sjó-
menn voru ekki hér við land,
og nú vildi svo til, að sóttin
kom upp á þeim tíma, sem
Franski spitalinn stóð auður.
Kortið birtist hérna, og hefi
ég merkt með hring heimilin,
sem sóttu vatn í Móakotslind,
með þrihyrningi þau, sem sóttu
í Barónspóst, en með ferhyrn-
ingi þau, sem sóttu í önnur
vatnsból. (Inn á kortið bætti
ég jafnharðan þeim, sem veikt-
ust eftir 16. desember).
Eftir 1. janúar 1907 og allt
fram til 12. febrúar veiktust
tuttugu manns. En þeir voru
allir á heimilum, þar sem veik-
in var fyrir, því nokkrir þess-
ara taugaveikissjúklinga lágu
í heimahúsum.
Blóðhósti.
í Nordisk Medicin, 25. april 1947,
bls. 951, gerir Anthon Aanonsen
grein fyrir orsökum blóðhósta, i 275
sjúklingum, sem rannsakaðir voru í
9. deild Ullevál sjúkrahússins (yfir-
iæknir dr. med. H. J. Ustvedt). Það
kom í ljós, við ýtarlega rannsókn,
að berklaveiki var orsök blóðhóst-
ans í 122 sjúklinganna, en í hinum
153, var um aðra sjúkdóma að ræða.
Að berklunum undanteknum, var
stærsti hópurinn bronchiectasiur, þ.
e. 40 ótvíræðar og 27 sennilegar.
Þá komu 22, þar sem ekki fannst
nein orsök til blæðingar. í 12 sjúkl.
hafði blæðingin komið úr hálsi, og
jafnmargir liöfðu æðastýflu (in-
farct). Loks voru smáhópar, þar á
meðal 9 sjúkl. með „bronchitis cir-
cumscripta non specifica“ (Truls
Leegaard), æxli, igerðir o. fl.
Ó. G.