Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1947, Page 22

Læknablaðið - 15.10.1947, Page 22
96 LÆKNABLAÐIÐ tilmæli læknadeildar Há- skóla íslands. við nýafstaðna veitingu í prófessorsembætti í lyflæknisfræði, þar sem auðsætt er að enginn aðili hefir betri aðstöðu til að dæma um hæfni umsækjenda en læknadeildin sjálf og' þeir sérfróðu læknar, sem voru henni til aðstoðar í þvi starfi.“ Ein aðalröksemdafærsla andstæðinga tillögunnar var, að ekki mætti særa tilfinning- ar umsækjendanna og að al- menningur gæti misskilið slíka tillögu. Hvorugt er þó hægt að sjá, að tillagan beri með sér, þar sem hér er um hreint prin- cipmál að ræða. Ég lít svo á, að með því að skora á mig 1938 að afturkalla umsókn mína og þar með sleppa einu af beztu héraðs- læknisembættum landsins, sem liklegt var til frama auk fjárhagslegs öryggis, hafi læknasamtökin i rauninni skuldbundið sig siðferðislega til þess að gera slikt bið sama við hvern sem var, við sam- bærilegar aðstæður, þ. e. a. s. ef deila risi milli læknisfróðra manna annars vegar og veit- ingarvaldsins liins vegar, út af skipun embælta innan lækna- stéttarinnar. Það er ekki ntitt að segja læknasamtökunum fyrir verk- um, en ekki er liægt að verjast þeirri hugsun, að ólíkt betur hefði umsækjandi um embætt- ið við læknadeildina staðið að vígi til að þola slika áskorun, sem þá, er ég fékk, þar sem hann liefir verið yfirlæknir i 10 ár, auk þess sem hann virt- ist vera búinn að hasla sér völl, á ákveðnu sviði læknisstarf- anna, með góðum árangri. Mér skilst, að með þessum síðustu atburðum i þessu máli hafi veitingarvaldið með að- stoð Háskólans sjálfs gengið milli bols og Iiöfuðs á allrí við- leitni til sjálfsákvörðunarrétt- ar Iláskólans og læknasamtak- anna og þá um leið hitt, að enginn læknir geti framar tek- ið alvarlega neitt tal um að láta stéttarhagsmuni ganga fyrir eigin liagsmunum. Fyrir mig hefir þetta allt verið mjög lærdómsríkt og dá- lítið óvænt, og þessa reynslu mína af samtökum islenzkra lækna vildi ég, að aðrir kolleg- ar gætu nýtt, einnig til þess, að þeir geti sjálfir dæmt um, hvort sú ályktun min af þess- um forsendum sé rétt: Að inn- an islenzkra læknasamtaka virðist þrífasl tvenns konar réttur. Úlfar Þórðarson. AfgreitSsla og innheimta Laeknablaðsins er i Félagsprentsmiðjunni h.f.. Reykjavík. Sími 1640. Pósthólf 570, Félagsprentsmiðjan h.f,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.