Læknablaðið - 15.12.1947, Blaðsíða 7
LÆKNA6LAÐIÐ
GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR
Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSONi Meðritstjórar: BJÖRN
SIGURÐSSON frá Veðramóti og JÓHANNES BJÖRNSSONi
32. árg. Reykjavík 1947 10. tbl. *
GREIIXIXG LI IVGIXABEKKLA.
Ólaf ^on.
Kafli úr erindi fluttu í Lyflækningafélagi Islands.
Starfsaðferðir lierklavarn-
anna krefjast jtess, að lungna-
berklar séu greindir án þess að
sjúklingurinn kenni . sjálfur
sjúkdómseinkenna, og er það
skoðun margra, eða jafnvel
flestra, berklalækna að fjölda-
rannsóknir á fólki, sem kallað
er heilbrigt, séu nauðsynlegar
til Jtess að greina sjúkdóminn
svo snemma, að meðferð geti
borið góðan árangur.
En jafnvel þessi vinnubrögð
nægja þó að sjálfsögðu ekki, til
]æss að tryggja öllum bata, þótt
þau komist miklu lengra en
gamla lagið, að bíða þar til
sjúkl. leitar læknis vegna sjúk-
dómseinkenna.
Af þessum ástæðum hafa
berklalæknar, á undanförnum
árum, iðkað greiningu lungna-
berkla, með skyggningu eða
skyggnimyndum, án tillits til
annarra einkenna og að nokkru
leyti lagt þau á hilluna, ásamt
hlustuninni.
Það| má þó ekki, að svo
stöddu gleyma einkennum
berklanna, meðan röntgenrann-
sókn á lungum er ekki fastur
liður í skoðun á öllum sem
læknis leita, en það væri e.t.v.
æskilegast.
Helztu einkennin (staðbund-
in), sem strax leiða athyglina
að lungnasjúkdómi, eru hósti,
uppgangnr og verkir í brjósti.
Hóstinn er oft þurra-hósti í
byrjun, ])ótt ekki sé um að ræða
þann kitlandi bósta sem kemur
stundum af brjósthimnuertingu
og er alveg án uppgangs. Seinna
fer svo að koma uppgangur, og
er hóstinn þá oft aðeins til að
ná uppganginum. Hjá öðrum
sjúklingum er hóstinn miklu
meiri og reyndar stundum mjög
þreytandi einkenni, sem erfitt
er að ráða við, einkum þegar