Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1947, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.12.1947, Blaðsíða 12
150 LÆKNABLA ÐIÐ snemma gerð nálcvæm leit. En full sönnun fyrir því, að um berkla sé að ræða, getur það eitt talizt, að finna sýklana. Johannes Holm og N. Plum hafa, á einum stað, skýrt frá 8108 hráka- rannsóknum í Serumstofnuninni í Kaupmannahöfn. Ræktun var jákvæð í 2148, en smásjárrannsókn í 953, eða 44% þeirra sem voru jákvæðir í ræktun. Niðurstaða þcirra er, að smásjárgreiningin sé aðeins nothæf sem grófgerð flokkun, en telja nauð- synlegt, að rækta úr öllum smásjár- neikvæðum lirákum. Það verður aldrei nógsam- lega brýnt fyrir læknum, að leita eða láta leita sem allra nákvæmast að berklasýklunum og leita ol’t, því að það er ckki einsdæmi, að hrákarannsókn reynist neikvæð, a.m.k. í eitt skipti, þar sem sjóst cavernur, 3 sm. í þvermál eða jafnvel stærri og þótt nýlegar séu. Þá skal minnst nokkru nánar á hinn aðal liðinn í rannsókn- inni, röntgenskoðunina, en und- ir hana heyrir: gegnlýsing, eða skyggning eins og sumir læknar kjósa heldur að kalla hana, myndataka, þykklínis eða í fleiri víddum, e.t.v. stereoscop- isk, og sneiðmyndun (plani- grafi) og bronchografi, ef sér- stök ástæða þykir til. Venjulega hvílir greining lungnaberklanna að langmestu leyti á röntgenskoðuninni, en fer eftir atvikum Iivcr aðferð- in er valin. Skyggningin hefir verið notuð mjög mikið síðast- liðna tvo áratugi, og með henni má segja að byrjað væri á hóp- rannsóknum í stórum stíl. Hún þótti fljótleg og handhæg, en ekki bjóðandi einum lækni að skoða nema takmarkaðan hóp á dag. Tímans vegna er það framkvæmanlegt, að einn lækn- ir skyggni á annað hundrað manns á dag, en sennilega eru slík vinnubrögð, að staðaldri, ekki skaðlaus hcilsu manna. Af þessunj ástæðum var kepj)zt við að finna fljótvirkari aðfcrð til fjöldarannsókna, og árang- urinn varð Ijósmyndun skyggni- myndanna (fotoröntgen). Með þeirri aðfcrð má skoða 60—80 manns á klukkustund, án þess að um nokkurt flaustursverk sé að ræða. Læknar kannast vel við þetta úr Reykjavíkurskoð- uninni. Sú myndastærð, sem bczt hefir reynzt við þessar rannsóknir, er 4x5 þumlunga myndir, og sumir læknar kjósa helzt stcrcoscopiskar myndir í þeirri stærð. Af einstökum að- ferðum röntgenrannsóknarinn- ar er að sjálfsögðu bezt rönt- genmynd í fullri stærð. A veguin Metropolitan Life In- surance Co. hefir verið gerður sani- anburður á einstökum rannsóknar aðferðum. Niðurstaðan var sú, að ef gengið er út frá að röntgenskoðun leiði í ljós alla lungnaberkla (100%), þá gefur skyggningin 877», rannsókn án röntgen (hlustun o. þ. h.) 3(5% og sjúkdómseinkennin 33%. Ég ímynda mér, en byggi það þvi miður ekki á rannsóknum, að ef skyggningin gefur aðeins 87%, þá

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.