Læknablaðið - 15.12.1947, Blaðsíða 8
146
LÆKNABLAÐIÍ)
komin er barkakýlisbólga.
Sjúklingarnir temja sér oít að
halda hóstanum niðri, þangað
lil þeir geta hóstað með árangri,
þ.e.a.s. náð upp hráka,
Uppgangurinn er mjög mis-
jafnlega mikill, ot'tast muco-
purulent.Gulgræna hnoðra e.t.v.
með gráum ögnum, innan um
meira eða minna slím, hefir
verið talað um sem sérkennilega
l'yrir berklauppgang, en enginn
skyldi þó hætta sér út í að reyna
að þekkja hann með berum aug-
um. Þó að skemmdir (cavern-
ur) séu í lungum, er stundum
enginn uppgangur. Blóðupp-
gangur er stundum fyrsta ein-
kennið, sem sjúkl. veita athygli
og þykir jafnan heldur uggvæn-
legur þegar hann er mikill. Það
mun j)ó varla eiga sér stað, að"
hann reynist lífshættulegur
sjúklingum sem áður hafa verið
nokkurn veginn frískir. Uins
vegar kemur það öðru hvoru
fyrir, að mæðnir, gamlir berkla-
sjúklingar, með stórar cavernur
deyja skyndilega í hæmoptysis.
Sumir sjúkl. eru sífelt að fá
blóðhósta, en aðrir aldrei, þó
þeir gangi árum saman með
opin sár í lungum.
Verkir í brjósti eru heldur
latítt einkenni með lungna-
berklum, þegar ekki eru taldar
hinar eiginlegu brjósthimnu-
bólgur. Smávegis stingir, sem
standa stuttan tíma, koma oft
þegar bólgur liggja út við
brjóstliimnu. Á þessum stöðum
myndast svo samvextir á parti,
sem koma í ljós þegar gefið er
loftbrjóst (pneumothorax). 1
rauninni er þetta staðbundin
brjósthimnubólga. Þreytuverkir
í baki, milli herðablaða, eru
ekki sjaldgæfir með bólgnum
lungnaeitlum (hilitis).
Mæði er sjaldan áherandi,
fyrr en á seinni stigum sjúk-
dómsins, en hún getur verið
talsverð, og valdið miklu orku-
tapi, í gömlum berklasjúkling-
um, j)ótt berklaveikin sé orðin
óvirk.
Almennu einkennin eru oft
fremur óákveðin og væg, í
byrjun sjúkdómsins. Hiti, slapj)-
leiki þreyta, megrun lystarleysi,
sviti, höfuðverkur, hjartslátt-
ur. öll þessi einkenni koma fyr-
ir og sum algeng, þótt ekki sé
um annað að ræða en lungna-
berkla.
Verki í kviðarholi, uppsölu
og aðra meltingar-óreglu, mætti
telja til einkenna um fylgikvilla,
svo sem gastritis (gastritis
achylica algengur sjúkd. í
berklasjúklingum), ristilbólgu
eða þarmaberkla. Sama máh
gegnir um hæsi, að hún verður
að teljast einkenni um barka-
kýlisbólgu sem fylgikvilla.
Þetta virðast nú í fljótu bili,
þó nokkur sjúkdómseinkenni,
sum glögg og einföld, -og ekki
aðeins subjectiv, heldur einnig
einkenni sen) læknirinn getur
sjálfur séð eða mælt, t.d. hóst-
inn, uppgangurinn, blóðupp-