Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1948, Qupperneq 35

Læknablaðið - 01.06.1948, Qupperneq 35
L Æ K N A B L A Ð I Ð 43 og fremst liafa Oddfellowar, bæði danskir og íslenzkir, látið sér mjög annt um hann og hafa margt stórvel til hans gjört og þar að auki hafa margir ein- staklingar og félög þráfaldlega sýnt honum mikla velvild og umhugsunarsemi, bæði með peningagjöfum og öðru, sem verða mátti sjúklingunum til gagns og ánægju, svo sem skemm tunum, bóka g j öf um, jólaglaðning o. fl. Hver hefur þá árangurinn orðið af starfi holdsveikraspítal- ans í þessi fimmtíu ár? Því er í rauninni hezt svarað með tölum þeim, sem áður voru nefndar. Um það leyti sem spítalinn tók til starfa, voru um 200 holds- veikir menn á landinu, af 80000 íbúum, en nú eru þeir 9 af 135000 íbúum. Það er auðvitað ómögulegt að segja um það, hvernig ástatt væri i þessu efni, ef spítalinn hefði ekki verið til og víst má ætla, að hreytingar hefðu orðið til bóta á þessu sviði heilbrigðismálanna, ekki síður en öðrum, — shr. t. d. sullaveikina og geiturnar, — því svo miklum stakkaskiptum hefur land vort tekið á þessari öld, að það þekkist nú nálega okki fvrir sama land og það var um aldamótin, að því er snertir húsakynni, hreinlæti og hollustu í lifnaðarháttum yfir- leitt. En hvernig sem þetta kynni að hafa farið, þá er aug- ljóst að holdsveikraspítalinn hefur unnið það starf, sem hon- um var ætlað að vinna. Holds- veikir menn hafa verið ein- angraðir og sýkingarhætta sú, sem af þeim stafaði út um hyggðir landsins, hefur minnk- að að sama skapi. Og ekki er það síður mikils vert, að æfi- kjör þeirra sjúklinga, sem á spítalann hafa komið, hafa orð- ið allt önnur, en þau hefðu ann- ars orðið. Og þótt þeir bæru sjúkdóm sinn til æfiloka, hafa margir þeirra náð hárri elli, við þolanlega heilsu. ]) Það átti að verða markmið spítalans, að útrýma holdsveik- inni úr landinu fyrr eða síðar og nú, eftir fyrstu fimmtíu ár- in, eru öll líkindi á því, að því marki verði hráðlega náð. 1) Árið 1900 kom 41 árs {íamall maður á spitalann í Laugarnesi og var ])á talinn liafa verið holdsveik- ur i þrjátíu ár (siðan 1870). Þessi sjúklingur var á spitalanum það scm eftir var æfinnar. Hann dó 1945, 8(5 ára gamall og hafði þá verið liolds- veikur í 75 ár. Hann taldi það lan sitt að liafa komizt á Laugarnes.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.