Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1950, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.04.1950, Blaðsíða 12
2 L Æ K N A B L A Ð I Ð um ýmsa starfsháttu til 1930, er lögin voru endurskoöu'ö og gilda þau síSan. Enginn fundur var haldinn 1910 — enda skyldi aðeins halda fund, er formanni (eða 4 félögum) þótti þess þurfa. Annar fundur félagsins, næsti eftir stofnfund, var 4. febr. 1911 og var þá samþykkt „að halda fundi við og við“. Á þeim fundi var Ólafur Þor- steinsson, sem setzt hafði að hér 1910. Hefir Ólafur Þor- steinsson síðan verið í félaginu og sótt fundi ágætlega í 38 ár. Hann er hér í kvöld og hyllum við þennan brautryðjanda fé- lagsins með lófaklappi. — Á þriðja fundi, 29. apríl 1911, var í fyrsta sinn flutt fræðilegt erindi (G. H.) ,,um lengd barn- anna í barnaskólanum“, og komst hann að þeirri niður- stöðu, að börnin hér væru bráð- þroskaðri en t. d. í Þýzkalandi. Fjórði fundur var 16. okt. 1911. Á honum var mættur próf. Jón Hj. Sigurðsson, sem einnig er hér í kvöld og við hyllum með lófaklappi. Var þá samþykkt að halda fundi einu sinni í mánuði vetrarmánuð- ina, og hefir svo verið síðan. Á fimmta fundi, 13. nóv. 1911 var nefnd kosin til þess að rannsaka krabbamein hér á landi. Þegar á næstu fundum, voru til umræðu berklavarnir, magasár, neuritis, syringomy- eli, ;sullaveiki, kir. umbúðir, taugaveiki, glaucoma, mann- dauði á íslandi á 18. og 19. öld, heyrnarrannsóknir, loftbrjóst, saga sullaveikinnar, maga-kir- urgi, Röntgendiagnostik og therapi, holdsveiki, geðveiki, kynsjúkdómar, áfengismál. Voru þau rædd á mörgum fundum á næstu árum. Þannig lét félagið sig frá öndverðu varða hvers kyns heilbrigðismál og allt, sem verða mátti til þess, að íslenzka læknastéttin og sérstaklega læknastétt Reykjavíkurbæjar, mætti verða sem fullkomnust ímynd Eirar og Asklepios — þjónar fólksins, til þess að líkna og lækna. Hinn 9. febr. 1914 stakk M. J. Magnús upp á stofnun Lœknablaðsins og var það sam- þykkt.20. jan. 1915. Er það enn- þá aðalmálgagn stéttarinnar og mörgum erlendum mönnum undrunarefni, hvernig jafnfá- menn stétt og íslenzka lækna- stéttin er, hefir getað haldið slíku tímariti út í 35 ár. 13. nóv. 1916 var samþ. codex etliicus íslenzkra lækna, og þá nefnd kosin til þess að undirbúa stofnun Læknafélags íslands, er var endanlelga sam- þykkt 5. marz 1917. Á þessum sama fundi, var í fyrstu rætt um að Reykjavík- ur-læknar hefðu með sér gjald- skrá, og var hún samþykkt 19. des. 1916. Gilti hún til 1. des. 1919, — var þá hækkuð um

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.