Læknablaðið - 15.04.1950, Blaðsíða 16
6
LÆKNABLAÐIÐ
að hafa frumkvœði að því, sem
gera þarf á næstu árum í þess-
um þœtti heilbrigðismálanna.
Heilbrigði er nú á dögum
skilgreind sem andleg, líkam-
leg og félagsleg vellíðan. Lang-
samlega meginhluti læknis—
menntunarinnar og læknis-
starfseminnar hefir miðazt við
að styðja og efla svonefnda
„líkamlega“ vellíðan mann-
anna.
Ég hefi bent á verkefni frá
félagslegu hliðinni.
Ég skal að lokum benda á
þriðju hliðina. Til hvers væri
að veita mönnum líkamlega og
félagslega heilbrigði, ef þeir
ekki gætu notið hennar eða
notfært sér hana, vegna and-
legra ágalla?
Geðheilbrigði er því þaö sem
skiptir meginmáli fyrir alla
menn. Sætir það furðu, hversu
langt er fi’á, að mörgum lækn-
um og leikmönnum sé jafn-
sjálfsagður hlutur augljós.
Menn hlaupa með smáskeinur,
lítilfjörlegt kvef, eða gigtar-
sting hér eða þar til læknis. En
sömu menn flengja máske
eða skamma barnið, sem hrekk-
ur upp í angist að nóttu til, af
því að faðir þess hefir komið
drukkinn heim og misþyrmt
móður þess. Menn draga dreng-
inn, sem hnuplar nokkrum
krónum til þess að geta verið
jafningi jafnaldra sinna, fyrir
löggæzlumenn og barnavernd-
arnefnd, en foreldrar hans hafa
aldrei hugsað útí, að láta hann
hafa vasapeninga. Menn beita
hörku stúlkuna, sem hefir
,,óviljandi“ orðið ófrísk með
manni, sem svo vill máske ekk-
ert skipta sér af henni. Sumir
eiginmenn skilja ekki ,,kulda“
konunnar, sem búin er að bíða
þeirra í kvíða og angist á með-
an þeir hafa verið í hættulegri
sjóferð. Þannig mætti telja í
það óendanlega — að ekki séu
nefndir allir þeir hleypidómar,
sem ríkja um „stærri“ geösjúk-
dóma.
Það er ekki fyrr en á síðustu
áratugum, að allmörgum lækn-
um er að farið verða ljóst,
hvernig hvaða svokallaður „lik-
amlegur“ sjúkdómur sem er,
hefir áhrif á sálarlíf manns —
og öfugt, hvernig sálarlífið
verkar á líkamann, hvort sem
hann er heill eða veill. Leik-
mönnum er langt frá því að
vera ljóst hvernig þetta má
verða.
Ég held, að eitt af þeim þörf-
ustu verkefnum, sem L. R. á
þessum merkis-tímamótum sín-
um gæti tekið upp, væri, að
beita sér nú þegar fyrir stofn-
un almenns félagsskapar til
geðverndar og hugrœktar, sem
ætti að hafa það meginmark-
mið, að leiðbeina fólki um
hvernig það mætti helzt verða
aðnjótandi sem fullkomnastr-
ar andlegrar heilbrigði — auk
líkamlegrar og félagslegrar.
Með því að ég skoða þetta