Læknablaðið - 15.04.1950, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐI Ð
7
Lög Læknafélags Reykjavíkur
samþykkt á aðalfundi 12. apríl 1950.
1. gr.
Félagið heitir Læknafélag
Reykjavíkur (L. R.).
Lögheimili þess og varnar-
þing er í Reykjavík.
sem félagsfund, þó það sé há-
tíðafundur, þá vildi ég leggja
til, að samþykkt yrði hér að
kjósa á næsta fundi .L R. þ. 16.
nóv. 1949, þriggja eða fimm
manna nefnd til þess að und-
irbúa stofnun íslenzks geð-
verndarfélags. Ég vildi mega
leggja til, að í nefndina yrðu
valdir læknar úr elztu árgöng-
unum og þeim yngstu — auk
þeirra, sem telja verður þar á
milli.-----*)
Lceknafélag Reykjavíkur hef-
ir frá öndverðu verið gott fé-
lag. Það hefir látið sér annt um
heill félagsmanna, um heill
læknastéttarinnar, um heill
allra landsmanna.
Það er ósk mín og von, að
Læknafélag Reykjavíkur megi
ávállt finna lífœð landsins
barna — og að líkna og lækna
verði þess leiðarstjarna.
Það lengi lifi!
Helgi Tómasson.
*) Formaður L. R. (Kristbjörn
Tryggvason) lýsti þegar stuðningi
sínum við þessa tillðgu, er var sam-
þykkt án frekari umræðna.
2. gr.
Tilgangur félagsins er:
a. Að sameina lækna um á-
huga- og hagsmunamál
stéttarinnar.
b. Að vinna að þeim málum,
sem lúta að störfum lækna
og varða almenningsheill.
c. Að efla þekkingu félags-
manna í læknisfræði og
auka viðkynning þeirra og
stéttarþroska.
3. gr.
Félagar geta þeir einir verið,
sem hafa lokið embættisprófi
í læknisfræði og eru búsettir í
Reykjavík, Hafnarfirði eða ná-
lægum héruðum.
4. gr.
Sá, sem æskir inngöngu í fé-
lagið, sendir skriflega umsókn
til stjórnarinnar, og getur hún
veitt honum upptöku til bráða-
birgða, en leita skal samþykkis
félagsmanna á fyrsta regluleg-
um fundi. Nýr félagi hefir ekki
atkvæðisrétt fyrr en á næsta
fundi þar á eftir.
5. gr.
Úrsögn skal vera skrifleg og
send formanni með minnst
mánaðar fyrirvara. Hún öðlast
aðeins gildi 1. janúar eða 1.
júlí. Ef L.R. á 1 deilu við sjúkra-