Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1950, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.04.1950, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: BJARNI KONRÁÐSSON og JÚLÍUS SIGURJÓNSSON. 35. árg. Reykjavík 1950 1. tbl. ' LÆKNAFÉLAG REYKJAVÍKLR 40 ARA ÆœJa Jr. ^JJefga LJámaóionar l ajtnœ liifaqna. cíi. péfagiini. Félagið okkar er 40 ára á þessu hausti. Stofnfundur þess var 18. okt. 1909. Allir 9 stofn- endur þess, svo og margir aörir góðir félagar, eru látnir. Allir þessir látnu félagar hafa starfað meira og minna að vexti félagsins og viðgangi. Við eigum þeim að þakka, að félag- ið er nú það, sem það er — ein meginstoð íslenzku læknastétt- arinnar. Við hlið læknanna hafa jafn- an staðið konur þeirra. Hafa þœr verið sómi þeirra og sam- vizka. Margar þeirra eru látn- ar, en félagið stendur. einnig í óbætanlegri þakkarskuld við þær. Ég bið alla viðstadda að rísa úr sætum til minningar um látna félagsmenn og konur. Undanfari þess að Læknafé- lag Reykjavíkur var stofnað er, „að 2. okt. 1909 komu 9 læknar, sem þá voru í Reykjavík, á fund eftir boði kennara læknaskól- ans, á Hótel ísland. Landlækn- ir (G. B.) setti fundinn og gat þess, að fundarefnið væri að ræða um sjúkrasamlag í Rvík, sem nú væri að myndast, einn- ig hvort stofna mætti félag eða fundi milli lækna í Reykjavík. Ræddu menn málið, og taldi Júl. Halldórsson nauðsynlegt að skipta bænum í læknahverfi, vegna þess hve víðlendur hann væri . . . var G. B. meðmæltur hverfaskiptingu.“ Úr henni varð þó ekki. Var nefnd kosin í málið (Guðm. Magnússon, Guðm. Björnsson, Matth. Einarsson). Þann 18. okt. 1909 var fund- ur haldinn að Hótel ísland og þar stofnað L. R., en síðan sam- þykktir samningar við S. R. Félagslögin voru aðeins tvær greinar, 17. okt. 1921 verða þau þrjár — en venjur réðu mestu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.