Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1950, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.04.1950, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 3 100%. Síðan hefir hún verið endurskoðuð þrisvar sinnum. Bar margt á góma á næstu fundum; sjúkrabíll, Landspít- alinn, húsabyggingar í bænum, lyf j aeinkasala, gervilimasmiður, ístak á tjörninni, næturvarzla og helgidaga o. fl. o. fl. 13. des. 1920 er fyrst minnzt á stofnun domus medica, aftur í febr. og maí 1921 og apríl 1927 og svo ekki fyrr en 1938. Og enn hefir ekkert úr orðið. 12. nóv. 1921 var rætt um stofnun berklavarnafélags og fyrst minnzt á nauðsyn berkla- yfirlœknis. Hefir berklaveiki í ýmsum myndum, og berkla- rannsóknir, verið langoftast meðal fræðilegra erinda í fé- laginu. 10. jan. 1921 er í fyrsta sinni bókað um sameiginlegan kvöldverð í Nýja Bíó, og 13. febr. 1922 er í fyrsta sinn samþ. að halda samsæti og bjóða kon- unum. 9. nóv. 1929 var 20 ára afmælisfagnaður, og 6. okt. 1934 var 25 ára afmælisfagn- aður. Ekknasjóðurinn er stofnaður 14. des. 1925 og hefir L. R. lagt mikið á sig til þess að efla hann. Á árunum 1921—’28 hefir ann- ars verið tiltölulega lítið um fræðileg erindi, en því meira um alls konar bæjarmál. Á næstu árum (’29—’35) var aft- ur meira um fræðileg erindi — Krabbamein, heilabólgu, bein- brot, blóðþrýsting, hverarann- sókriir, febris undulans, spon- dylitis, app. chron., geðsjúk- dóma, birth-control, tumor cerebri, ab. provocatus, sexual hormon, háfrekvens, sundhall- arveiki, beri-beri, salvarsan, o. fl. o. fl. Á þessum árum er mik- ið rætt um skipun heilbrigðis- mála, og 1. marz 1932 er í fyrsta sinn talið æskilegt að fá læknaráð. Alloft ber og sjúkra- samlagsmál á góma, en þó ekk- ert svipað því, sem síðar verður. Á 25 ára afmæli sínu gekkst félagið fyrir heilbrigðissýningu fyrir almenning, sem 17000 manns sóttu, og var slíkt eins- dæmi í þá daga. Nœturvarzla og helgidaga hefir verið á vegum félagsins. Var fyrst rædd 11. apr. ’21, og samþykkt 9. maí, fyrir alla yngri en 55 ára. Hefir oft geng- ið misjafnlega vel, að fá menn til þessa. Þ. 30. okt. 1935 taldi þó einn aðal-næturlæknirinn „tekjur allgóðar af vaktinni, alloft 15—20 kr.“ Bíllinn kost- aði þá um 15 kr. á nóttu. Á fundi 28. febr. 1936 er rætt um afstöðu til samvinnu við Tryggingarstofnun ríkisins. Hefst þar með nýr þáttur í starfsemi félagsins, sem nú varð samningsaðili um, að hei.ta mátti, alla læknishjálp félaga sinna til handa bæjar- búum. Árið 1935 fór Katrín Thoroddsen 2126 vitjanir eða 6 á dag, til 190 S.R-númera með 443 sálum. Fékk hún 1 kr.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.