Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1951, Page 9

Læknablaðið - 01.12.1951, Page 9
læknablaðið 67 »stækka“ þessar breytingar 10 niilljón sinnum og þannig aflesa þær á tiltölulega grófum tækjum. Árið 1874 sýndi Englending- ur, Caton, að rafspennubreyt- ing'ar yrðu í heila lifandi til- raunadýra og urðu ýmsir til þess á næstu 25 árum að stað- festa niðurstöður hans. Hin grófu rafmagnsmælitæki, sem 'nenn þá höfðu, (capillær electrometer og coilgalvano- meter) gerðu að menn ekki komust verulega lengra. 1913 birti Neminski ritgerð um að hann hefði fyrstur notað Ein- thoven-streng-galvanometer lil þess að rannsaka dauðar heila- frumur, og 1925 notaði liann aðferð sina til þess að sýna að i'afstraumar voru í hundsheila. ^íðari rannsóknir liafa sýnt að svo er í heila allra dýra og nianna. 1902 var ókunnur þýzkur geðlæknir, Hans Berger, að inæla rafspennu í dýraheilum en fann ekki að utanaðkom- andi erting hefði nein áhrif á hana. 1907 og 1910 endurtók hann þetta með sama árangri. 1924 endurtók h ann enn s°mu tilraunir, á hundum, með þeim tækjum, er ]íá var völ á, °g hrátt sneri liann sér að i'annsóknum á mönnum. 1929 hirti hann fyrstu rannsóknir sinar á mönnuni. En enginn ti'úði honum, og var um hann talað i háði af collegum í Jena allt fram á 1935, einkum er hann lalaði um raf-púls heil- ans, sem hann sýndi fram á 1934. En er Adrian, enski fysio- loginn, fékk Nóbelsverðlaun 1934 fyrir rannsóknir sinar, sagði hann að Berger ætti þau a. m. k. að jöfnu, því Adrian hefði fyrst og fremst staðfest hans rannsóknir, hæð’ liann Berger afsökunar á vantrú sinni og lagði víst liál" verð- launin inn á hans leikning. Síðan hefir enginn efazt um réttmæti e.e.g. Berger var ’ oð- inn til Frakklands 1937 til þess að hafa forsæti þar ásamt Adrian við Symposium um raf- störf heilans, á sálfræðikon- gressinum þar. Er forseti þings- ins hyllti Berger sem frægast- an allra er þar væru, koniu tár i augu lians og hann sagði: „ Þýzkalandi er ég ekki svona frægur.“ Hann hafði verið prófessor i psykiatri í Jena og rektor Há- skólans 1927—’35 og prorektor 1938. 1936 töldu menn mig af að eyða tímanum í að heim- sækja liann — liann væri ekk- ert mikilmenni. Hann missti slöðu sína skömmu seinnn, konu sína, börn og eignir og framdi sjálfsmorð 1. júní 1941, af hryggð yfir að sjá heilhrigða skynsemi og mannúð æ ofan í æ þurfa að láta í minni pok- ann. En með rannsóknum sin-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.