Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1951, Síða 20

Læknablaðið - 01.12.1951, Síða 20
78 LÆKNABLAÐIÐ í Læknaíelagi Vestur-Þýzka- lands voru taldir 60.000 lækn- ar, en starfandi læknar i land- inu 62.906. Nokkrir læknar í báðum þessum löndum höfðu, eins og kunnugt er, gerl sig seka um stríðsglæpi. Málsmetandi lækn- ar, frá báðum þessum lækna- samtökum, liöfðu borið fram ákveðnar og, að því er virtist, eftir atvikum fullnægjandi af- sakanir, og lofuðu að sjá um eftir megni, að slíkt kæmi ekki fyrir aftur. Ég bar mál þetta undir fund í Læknafélagi Reykjavíkur, og kvaðst mundi mæla með því að báðum þess- um læknasamtökum yrði veitt upptaka í Alþjóðalæknafélag- ið, ef enginn fundarmanna hreyfði mótmælum. Engin mótmæli komu fram og sendi ég því skrifstofu Alþjóða- læknafélagsins í New York meðmæli Læknafélags íslands með því, að báðum þessum læknasamtökum yrði veitt upptaka í Alþjóðalæknafélag- ið (W. M. A.). Um þessar mundir fékk Læknafélag' íslands bréf frá Læknafélagi Gyðinga í Pale- stínu (Medical Association of Israel). Bréfið er dagsett í Jerúsalem 20/2 1951. Með því að vér erum heldur óvanir því, að fá bréf frá Jerú- salem og það skýrir nokkuð sjónarmið Gjrðinga í þessu máli, ætla ég að leyfa mér að lesa það hér upp.“ Las ritari síðan upp bréfið.*) „Alkvæðagreiðslan fór þann- ig, að þrjátíu og eitt þjóðar- læknafélag svaraði. Af þeim voru þrjátíu þvi meðmælt, að Læknafélag Japana yrði tekið í Alþjóðalæknafélagið, en tutt- ugu og átta mæltu með því, að Læknafélag Vestur-Þýzka- lands yrði tekið í það.“ Björn Jósefsson taldi það hafa verið rétl að veita Lækna- félagi Vestur-Þýzkalands inn- göngu í W. M. A. þrátt fyrir andmæli Læknafélags ísra- els. Hann átaldi það, hve fáir læknar sæktu aðalfundi L. í. 3. Reikningar félagsins. Karl Sig. Jónasson, gjaldkeri félagsins las upp reikninga fé- lagsins fyrir sl. 3 ár. Var allmikið óinnheimt af ársgjöldum félagsmanna, og taldi gjaldkeri erfiðara um hönd með innheimtuna, vegna þess að ekki hefði verið á- lcveðið ársgjaldið undanfarin tvö ár, þar sem fundir höfðu ekki verið haldnir. Eggert B. Einarsson bar fram tillögu um það að ársgjaldið yrði innheimt með kr. 200.00 fyrir árið 1950. *) í bréfinu var eindregið mælt gegn þvi ag Læknafél. V.-Þýzkalands yrði að svo stöddu veitt innganga í W. M. A.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.