Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 9
L Æ Iv N A B L A Ð I Ð 10.1 undanskildum, urðu betri við- skiptis og rólegri að einhverju leyti. Loks skal þess getið, að brezkur höfundur (S. Crown frá London), sem fai’ið hefir vandlega yfir allt, er skráð hef- ir verið um lobotomi, kemst að þeirri niðurstöðu, að 25% schizofreni-sjúklinga fái social bata, þ. e. a. s. nægilegan bata til þess að geta lifað lífinu utan hælisveggja við nytsöm störf. 4. Við psykopati og geðsjúk- dóma í sambandi við flogaveiki og fávitahátt, hefir loliotomia verið beitt. Gildir þar svipað um indicatio og þegar hefir verið sagt. Þegar æstir geðs- munir leiða slíka sjúklinga hvað eftir annað til eyðilegg- inga á verðmætum, ofbeldis og árása eða annarra óhappaverka, og lífið er orðið þeim og öðrum byrði af þessum sökum, þá er lobotomia réttmæt aðgerð og gefur enda oft góða raun. 5. Þá hefir aðgerðin einnig verið gerð á sjúklingum með þráláta,óþolandi verki af ýms- um uppruna, t.d. causalgiae, tabes, thalamus-syndrom og illkynja æxli. Oftast dvína verk- irnir eftir aðgerðina. Sjúkl- ingunum líður greinilega betur, og oft geta þeir hætt notkun deyfilyfja. Aðspurðir segjast þeir þó að jafnaði ekki vera lausir við verki, þeir vita af þeim, en skeyta þeim lítt. Að- gerðiii veitir geðræna fró, þó að þrautirnar greinist enn lík- amlega. Gallinn er, að þessi bót er oft skammvinn. Eftir nokkra mánuði vill sækja í sama horf- ið og áður. Því mun hentast að takmarka aðgerðina við ban- væna sjúkdóma, eins og t.d. cancer metastasa. Tækni við frontal lobotomi. Eftir að Portúgalinn Moniz birti árangur sinn af prefrontal leucotomi eða eins og þessi að- gerð er nú of tast nefnd — front- al lobotomi — árið 1936, við sér- staka tegund geðsjúkdóma, hefur aðgerð þessi náð meiri og meiri útbreiðslu. Skurðaðgerð þessi er í því fólgin, að skera sundur leiðslu- brautirnar í framhehning beggja ennislobi. Aðferð sú við frontal lobo- tomi, sem nú er mest notuð, er kennd við Freeman og Watts, og við þær 28 lobotomi- ur, sem ég (B. O.) hef fram- kvæmt síðan 1948, hef ég fylgt þessari aðferð að mestu leyti og ætla því að lýsa hér nokkru nánar þeirri tækni, sem ég hef notað. Frontal lobotomi framkvæmi ég aðeins eftir skrif- legri beiðni sjúkl. sjálfs eða nánustu ættingja hans. Upp á síðkastið hef ég ekki látið mér nægja, að einn, heldur tveir sér- fróðir læknar í geðsjúkdómum skoðuðu sjúklinginn og væru samþykkir því að lobotomi yrði gerð.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.