Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 99 æfinlega einhverja fórn, því að vissir geðrænir eiginleikar tap- ast um leið. Að vísu getur verið erfitt að greina á milli þess, sem geðveikin kann að hafa eyðilagt, og hins, sem aðgerðin gerir að verkum, en þar má hafa hliðsjón af geðheilu fólki, er lohotomi hefir einnig verið gerð á, vegna óbærilegra þjáninga. Menn fara því nokkuð nærri um það, hvað missist vegna aðgerðarinnar sjálfrar. Það er í stuttu máli þetta: Sjálfsgagnrýnin minnkar. Sjúklingarnir verða i framkomu óþvingaðri, frjálslegri og geta jafnvel orðið óþægilegir í um- gengni vegna skorts á hæversku og tillitssemi við þá, sem með þeim eru. Stundum mótast hegð- unin af skerti ábyrgðartilfinn- ingu, kæruleysi og galsa, og get- ur ástandið þá minnt á hypo- mani. 1 öðrum tilfellum ber meir á værugirni, nægjusamri deyfð og leti eða fyrirhyggju og framtaksleysi. Vitsmunir, eins og þeir eru mældir með hinum ýmsu prófum, skerðast ekki tiltakanlega. Þó reynast sjúklingarnir nokkru hug- myndasnauðari og svifaseinni í þessum prófum eftir aðgerðina. Að hinu má ganga vísu, að æðra vitsmunalíf skerðist eitthvað. Hugsjónir verða rislægri og skapandi ímyndunargáfa dauf- ari. 1 þessu tilliti færist sjúkl. sálarlega skör neðar, ef miðað er við ástand hans eins og það var fyrir geðsjúkdóminn. Mjög er það mikilsvert, að lobotomi-sjúklingur njóti ræki- legrar eftirmeðferðar. Einkum þarfnast hann uppörvunar, til að koma ár sinni fyrir horð í þjóðfélaginu. Er þar mest um vert, að fá hann til að starfa. önnur eftirköst aðgerðarinnar, sem fyrir koma, eru epilepti- form krampar. Er talið, að um 16% tilfellanna fái þá. Að jafn- aði eru köstin mjög strjál. Meðferð þeirra er sú sama og við epilepsi. Þessu almenna yfirliti skal nú lokið með því að telja upp og fara nokkrum orðum um þá sjúkdóma, sem tíðast koma til greina, þegar um lobotomi er að ræða. 1. Anankasmus (Phobiae Zlwangsneurosen). — Þrá- liyggja er hæði þungbær og þrálát, og líf sjúklinganna oft nærri óbærilegt. Þeir eru haldnir einhverri fáránlegri hugmynd, sem þeir verða að lúta í einu og öllu, en finna þó að er röng og fjarri öllu lagi. 1 slíkum tilfellum má lobotomia heita kjörin meðferð. Eftir að- gerðina hjaðnar þenslan niður og sjúkl. verður rótt. Oft hverfa þó fobiurnar ekki með öllu, en missa svo tökin á sálar- lífi sjúklingsins, að þeirra gætir vart til óþæginda. 2. Við stemnings-psychoses kemur lobotomia sjaldan til greina, en stundum þó. Þar er önnur meðferð, sem að jafnaði

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.