Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 17
L Æ K N A B L A Ð IÐ 109 niundi ekkert eftir nokkrum liluta sjúkdómskaflans, þ. e. eftir að rugl- ið byrjaði. Sjúkdómur: Psykosis maniode- pressiva c. confusione mentis. Lobotomia 9/3. 1951. Eftirrannsókn 11/12. 1951: 10 dög- um eftir aðgerð fluttur að Arnar- holti. Fyrst mjög sljór og sinnulít- ill, fótavist 3 vikum eftir aðgerð, byrjaði að vinna' (útivinnu) 3 mán. eftir aðgerð. 11/12. 1951 unnið 1 mán. við land- búnaðarstörf, gengur vel, en er bag- aður af sári á fótlegg (ulcus cruris), allliress, en dálítið sljór. Útlit hraustlegt, svefn góður. Árangur: Litið eitt betri. G. S. 24 ára, ókv. verkamaður. Geðveikur siðustu 3 árin, byrj- aði liægt og hljóðlega, gerðist innibyrgður og einrænn. Fyrir iy2 ári ranghugmyndir, annar maður, „barok megalomania“, „Kristur liinn endurfæddi", svelti sig dögum sam- an, ofsóknarhugmyndir, hræddur við eitur í matnum, tilfinningasljór. Gangur veikinnar: schizophren, breytingar á tilfinningalífi, ásamt „barok-megaloman“ ranghugmynd- um. Raflost reynt, án árangurs. Sjúkdómur: Schizophrenia (dem- entia ])aranoides). Lobotomia 20/4. 1951. Eftirrannsókn 3/12. 1951. Á Landakotsspítala rúml. 3 vikur, síð- an á Elliheimilinu Grund tæpan mánuð. Alleðlilegur, lét ekki í ljós ranghugmyndir. Fór heim íy2 mán. eftir aðgerð, dálitið þróttlítill fyrst eftir heimkomuna. Fékk brátt þrótt og þrek til vinnu, og auk þess áliuga fyrir vinnu, unnið i sumar við bú- skap (heyannir, kálgarða). Vinnu- afköst góð, svefn ágætur, enginn sljóleiki nú, en bar nokkuð á hon- um fyrst eftir heimkomuna, er mannblendnari en áður, hefir áhuga fyrir tungumálanámi og fylgist með tungumálakennslu útvarpsins, engar ranghugmyndir (upplýsingar þessar i hréfi frá móður lians, sem er greinagóð kona). Árangur: Miklu betri. H. S. 60 ára, kvæntur fyrrv. bóndi. Eftir skarlattsótt 12 ára, höfuð- veikur, um líkt leyti áverki á höfði, féll í rot, hefir haft þunglyndiskaflá öðru hvoru í fjölda mörg ár, svefn- lcysi, eirðarleysi og bölsýni. Þung- lyndið ágerzt síðustu árin, svo að hann hefir ekkert getað unnið, auk þess hefir höfuðverkurinn verið þrá- látur og kvalafullur. Raflost reynt 1949, en þoldi illa meðferð og hætt eftir 3 aðgerðir. Enginn árangur. Sjúkdómur: Depressio mentis. Cephalalgia. Lobotomia 20/4. 1951. Eftirrannsókn 11/12. 1951. Fyrst eftir aðgerð sljór og euplioriskur, en lagaðist smám saman mikið, þunglyndjið hvarf alveg, sömuleiðis liöfuðyerkurinn, en sjúkl. er enn dálítið sinnulaus, og liefir ekkert unnið, svefninn ágætur, líðan ágæt. Árangur: Betri. S. G. 67 ára, kvæntur bóndi. Síðustu 20 árin þunglyndi með köflum, síðustu 12 árin árlega, 4—5 mánuði í senn. Raflost reynt fyrir 3 árum, með góðum árangri, aftur- kippur 7 mán. seinna — þunglynd- inu fylgdi mikil vanlíðan, eirðar- leysi, kvíði og svefnleysi. Sjúkdómur: Depressio mentis periodica. Lobotomia 4/5. 1951. Eftirrannsókn: Fór heim mánuði eftir aðgerð, hyriaði strax að vinna létta vinnu, hress og glaður, svefn góður, ekki sljór. Árangur: Betri.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.