Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 14
106 LÆKNABLAÐIÐ mánuði óbreyttur, lieldur dauglegri. Frá þvi í apríl í sveit hjá skyld- fólki, unnið við landbúnaðarstörf, og komið sér vel. Kom til Reykjavíkur fyrir 3 vikum, bar ekki á neinu sjúklegu og skipti sér ekkert af fyrri lieitmey sinni, sem hann var vanur að ofsækja. Dvaldi aðeins viku í Reykjavík, og fór aftur í sveit til skyldfólks síns. Árangur: Betri. J. A. 32 ára, ókv. stúdent. Arfhneigð: bróðir geðveikur (scli- zophrenia) á Kleppi. Sjúklingurinn geðveikur i 12 ár, byrjaði, er hann var í 6. bekk Menntaskólans, með vanliðakennd, einkum í höfði, varð meir og meir innibirgður, mann- fælinn og sljór, öðru hvoru autistisk- kataton sjúkdómsmynd, talsvert til- finningasljór i seinni tið. Síðustu árin dyspeptisk einkcnni (upp- sala). Batnaði þetta ekki við lyf- læknismeðferð. Sjúklingurinn var að lokum orðinn grindhoraður og svo máttfarinn, að líf lians var í liættu. Reynt liafði verið raflost tvisvar og með nokkrum árangri, en batinn hélzt stutt. Sjúkdómur: Scliizophrenia. Lobotomia 11/6. 1949. Eftirrannsókn 5. des. 1951: Óþæg- indi í höfði horfin, lnigsanagangur- inn greiðari, öll líðan miklu betri. Sjúklingurinn er óþvingaðri og eðli- legri í háttum sinum, svefn góður, engin likamsþreyta, dyspeptisk ein- kenni ekki horfin, en minni. Ilolda- far gott, útlit liraustlegt. Vinnur ekki, og virðist ekki hafa álniga fyr- ir vinnu. Árangur: Betri. S. B. 33 ára kona, gift sjómanni. Ekki vitað um geðveiki í skyld- mennum. Sjúkdómurinn byrjaði fyrir 8 ár- um, eftir barnsburð, með ranghug- myndum, ofsóknarhugmyndum, sém beindust gegn ákveðnu fólki og þó einkum gegn nábúum. Stundum of- heyrn, heyrði fólk tala inni í sér, stöku sinnum æst og beitti þá of- beldi, ekki greinilega þunglynd, en stundum leið. Virtist heldur dauf- gerð og tilfinningasljó. Sjúkdómur: Schizophrenia (senni- lega dementia paranoides). Raflost reynt, en án árangurs. Lobotomia 11/6 1949. Eftirrannsókn 15/11 1951. Ástand- ið í heild miklu betra, ofsóknarhug- myndir horfnar, er liress í skapi og finnst henni líðanin betri. Sér að öllu um heimilið (gerði það áður), svefn góður. Er nú barnshafandi i þriðja sinn, finnst heldur miður, en tekur ekki fóstureyðingu í mál af siðferðilegum ástæðum. Árangur: Miklu betri. B. A. 72 ára kona, gift lögreglu- þjóni. Arfhneigð: Þunglyndi í nákomn- um ættingjum. Sjúklingurinn þunglynd á köflum síðan 1918. Síðustu 8 árin stöðugt þunglyndi með kvíða, eirðarleysi. óróa, bölsýni, angist og kveinstöf- um, gat aldrei verið ein, algerlega óvinnufær, svefninn lítill. Raflost ekki reynt vegna hækkaðs blóðþrýst- ings. Sjúkdómur: Depressio mentis chronica (melancholia). Hyper- tensio arterialis. Lobotomia: 21/10. 1949. Eftirrannsókn: 19/11. 1951. Líðan strax betri eftir aðgerð, fótavist allan daginn, unnið að matreiðslu og við létt heimilisstörf, laus við liræðslu og kvíða, getur verið ein, svefn góð- ur. í viðtali (19. nóv. ’51) liress í bragði, eðlilega ræðin, lætur vel af liðan sinni. Minni gott, útlit haust- legt og unglegra en áður. Maðurinn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.