Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.03.1952, Blaðsíða 16
108 LÆKNABLAÐIÐ Sjúkdómur: Schizophrenia (hebe- phrenia). Lobotomia 20/2. 1951. Eftirrannsókn 10/10. ’51. Lagaðist fyrst mikið eftir aðgerð, var róleg, glöð og ánægð, svefn góður, ofur- lítið sljó og vottaði fyrir autismus og hélzt þetta 4 mánuði ,en þá byrj- aði hún að flakka um, varð sljórri og kjánaleg (fatuið) i látbragði, var ckki æst og vann lítið eitt við hús- störf. Árangur: Betri. P. K. 24 ára, ókv. verkamaður. Skömmu eftir fæðingu kíkhðsti, fékk krampaköst. Alla tíð órólegur, veiklaður og æstur á geðsmunum, gekk í svefni sem barn. Þegar í bernsku bar á óknyttum og hnupli og slæpingsliætti, ráðstafað af barna- verndarnefnd, sendur í sveit, en allt kom fyrir ekki, drakk og svailaði. Sendur á Litla-Hraun og síðar á Kleppsspítalann, en var stuttan tíma á hvorum stað. Amfetamin-neyzla undanfarið. Á heimili: æstur, illur og sýndi af sér ofbeldi á köflum. Sjúkdómur: Psykopathia. Ence- phalit. seqv. (e. pertuss.). Lobotomia 26/2. 1951. Eftirrannsókn: 24/11. 1951. Á Landakotsspitala 10 daga, síðan 1 mán. á Elliheimilinu Grund. Var fyrsta mán. eftir aðgerð rólegur, hæglátur og dálítið sinnulítill, lét vel yfir liðan sinni. Rúmum mánuði eftir aðgerð, byrjaði liann að vinna, fyrst bæjarvinnu, og að dómi verk- stjóra betri afköst, en fyrir aðgerð, siðan á botnvörpung, þar til fyrir mánuði, fékk ekki atvinnu lengur, en hefir sýnt áhuga á að leita sér atvinnu. Áfengisneyzla minni en áður, ró- tegur og góður í umgengni, bæði á heimili og utan. Ekki amfetamin- neyzta svo vitað sé, engin lögbrot. Svefn eðlilegur. Útlit hraustlegt, en æstur og illur við vín, eins og áður. Árangur: Miklu betri. K. J. B. 29 ára, óg. verkakona. Að eðlisfari heldur örgeðja. Sjúkd. byrjaði fyrir tæpum 2 ár- um með afbrigðilegri (atypiskri) exaltatio. Raflost gaf góðan árangur í bili, en bati hélzt aðeins 11/2 viku, raflost reynt aftur, en án árangurs. Sjúkl. varð smám saman sljó, autist- isk, tilfinningasljó, sundurlaus í tali, óþrifin og oft mjög óróleg og æst, varð að vera í einangrun marga mánuði. Sjúkdómur: Schizoplirenia (he- bephrenia). Lobotomia 7/3. 1951. Eftirrannsókn 10/12. 1951. Varð strax róleg eftir aðgerð og alleðli- leg í tali, auk þess hreinleg, lagað- ist smám saman, ekki sljó, byrjaði brátt að vinna (handavinnu). Unnið stöðugt og fullkomna vinnu síðan 1. ágúst, fyrst sem ráðskona, og síðar i vist. Svefn góður, líkamleg líðan góð. Eðlileg í viðmóti og viðtali, er róleg, en ekki sljó. Minnið gott. Er þakklát bæði læknum og hjúkrun- arfólki, sem hafa stundað liana. Árangur: Miklu betri. S. S. 44 ára. ókv. vinnumaður. Arfhneigð: i báðum ættum þung- lyndi. Sjúklingurinn viðkvæmur, grát- gjarn og erfiður sem barn. Frá 14 ára aldri haft tíða en stutta þung- lyndiskafla, stundum oft á ári. Síðustu 2 ár (upp úr þunglyndis- kafla) fékk hann mani, sem endaði i rugli (confusio), var hann þá nærri orðinn manni að bana. Raflost þá reynt, góður bati í 9 mán., þá þung- iyndi, mania og rugl, raflost reynt, gaf árangur, en aðeins í bili, versn- aði brátt aftur, komið að Arnarholti 1/12. 50. Lagaðist smám saman,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.