Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1952, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.06.1952, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 147 ar, og þá eins þótt svæf- ing sé stutt. Vegna hættu á slikum eitur- áhrifum, þarf að hafa súrefni við höndina. Öndunarlömun útheimtir öndunaræfingar og súrefnisgjöf, ef vel á að vera, síðan nicethamid og pentazol. Svipað er að segja um með- ferð á lijartalömun, þar sem auk þess kemur til mála að gefa aðrenalin intracardialt. Frá upphafi eru það þessar lam- anir, sem liafa skapað þá hræðslu, sem er og alltaf á að vera við notkun cliloroforms. Auk þessa lamast samdráttar- hæfileiki legsins, ef ehloroform er gefið lengi. Það dregur úr hríðunum og fæðingin dregst á langinn, og getur stöðvazt í hili, og síðan eru hlæðingar miklu algengari, hæði meðan á fylgjufæðingu stendur og eins eftir fæðinguna. Engum, sem hefir um hönd chloroform, dylst þetta, og þó sumir hafi gefið 10 þús. chloroformsvæf- ingar án þess að verða fyrir dauða af þeirra hálfu, þá má það vera alveg sérstaklega kaldrifjaður maður, ef hann ekki einhverntíma liefir fund- ið til ónota innvortis eða runn- ið kalt milli skinns og hörunds við einhverja af svo mörgum svæfingum. Eins og minnzt var á áður, eru rúm 70 ár síðan byrjað var að nota glaðloftssvæfingar við fæðingar. Samt sem áður hefir það aldrei orðið almennt not- að svæfingarefni, hvorki á fæð- ingadeildum né í heimahúsum. Á Englandi er þó notkun þess mjög útbreidd, og þar liafa ljósmæður fengið leyfi til þess að liafa það um hönd, þegar þær hafa fengið sérstaka til- sögn í meðferð á því. Svæfing- arnar byrja yfirleitt töluvert fyrr með glaðlofti heldur en með chloroformi, og það trufl- ar lítið gang og styrkleik hríð- anna. Það verkar vel analge- tiskt, dregur vel úr sársauka, en það þarf kostnaðarsaman útbúnað og þó nokkra sérþekk- ingu til þess að svæfa með því. Þess vegna hefir notkun þess aftur heldur farið minnkandi. Ilér á Islandi væri kostnaður- inn alltaf mjög tilfinnanlegur, því þess þyrfti alltaf að afla frá öðrum löndum, og þá að senda fram og aftur geymana undir það. Hið ófullkomnasta við það er þó hve lítið það dregur úr miklum verkjum, í þeim styrkleik, sem um leið gefur barninu nægilegt súrefni. I raun og sannleika byggist deyfingin á því að framkalla súrefnisskort í líkamanum, eins konar innri köfnun. Þegar ég byrjaði að vinna á fæðingardeildinni, var það mér áhyggjuefni, hvernig ég gæti losnað við chloroform sem að- alsvæfingarefni. Starfsfólk var ekkert nema viðvaningar, og heldur áfram að vera það,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.