Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1952, Síða 11

Læknablaðið - 15.06.1952, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 151 Loks var sett þétt tróð með grisjum og vissi konan ekkert af sér fyrr en góðri stundu á eftir, en vaknaði þá fljótt og fullkomlega, án nokkurra ó- þæginda. Mér virðist allt annað að vinna við fæðingar eftir að við fengum þessa svæfingu, og sama gildir um bæði ljósmæð- ur og lækna. Ljósmæðurnar eru mikið að spyrja um, hvort þær geti ekki fengið að hafa þessar svæfingar með sér, en ekki hefir það leyfi fengizt ennþá, enda er sjálfsagt að úti- loka allar liugsanlegar liættur, áður en ljósmæður fengju að fara með dejTfingalyf á eigin spýtur. Eins og áður var getið, þá liafa ljósmæður í Englandi fengið leyfi til þess að hafa og gefa glaðloft-devfingar, en enn- þá hafa þær ekki fengið leyfi lil þess að gefa Trilene-svæf- ingu upp á eigin spýtur. Þau svæfingatæki, sem reynd hafa verið af Medical Research Council í Englandi, eru enn ekki talin fullkomlega örugg. Annars hafa Ijósmæður i Eng- iandi, frá því í apríl 1950 mátt hafa pethidin til eigin umráða. Nú þegar hefir allmikið ver- ið ritað um Trilene-devfingar, og þeir, sem hafa reynslu af glaðlofti við fæðingar, telja Trilene alveg eins mikils virði til þess að deyfa. Trilene er tal- ið heldur óþægilegra að anda að sér, en nauðsynleg svæfingar- tæki eru handhæg í meðförum og ódýr. Ekki er talið rétt að gefa Trilene-deyfingu lengur en tvær til þrjár klukkustundir. Ef það er hrúkað lengi og í sterkum hlöndum, minnkar eithvað samdráttarhæfileiki legsins. Það má nota önnur deyfingarlyf og gefa fullkomn- ar svæfingar samtímis með öðrum lyfjum alveg eins og með glaðlofti. Börnin virðast ekki verða fyrir neinum óþæg- indum af trilene, og fóstur- hljóð haldast óbreytt. Fr« lœhnutn HeilbrigðismálaráSuneytið heí'ir liinn 3. júní 1952 gefið út leyfisbréf handa Oddi Ólafssyni (Oddssonar), lækni, til þess að mega starfa sem sérfræðingur í barnasjúkdómum. Samkvæmt heimild í lögum nr. 52 frá 1942 hefir heilbrigðismálaráðu- neytið staðfest ráðningu eftirtalinna cand. med., sem aðstoðarlækna hér- aðslækna, þangað til örðuvísi verður ákveðið: Guðm. Helgi Þórðarson, í Egils- staðahéraði frá 1. júní 1952. Eggert Ó. Jóhannsson, i Ólafsvíkurhéraði frá 1. júní 1952 (í veikindaforföllum Arngríms Björnssonar, héraðslækn- is). Karl Maríusson, í Patreksfjarð- arhéraði frá 1. júní 1952. Óiafur Björnsson, í Eyrarbakkahéraði frá 8. júní 1952.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.