Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1952, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.06.1952, Blaðsíða 8
148 LÆKNABLAÐIÐ að langmestu leyti, því stúcl- entar eru einn mánuð i senn og kandidatar ekki nema tvo mánuði hver. Ég liafði töluvert hugsað um glaðloft, en var ljóst hve mjög það var óhagstætt af fyrrgreindum ástæðum. Hvað viðvíkur mænudeyfingum, sem að ýmsu leyti eru heztu deyf- ingar sem til eru, þá þarf alveg sérstaklega mikla sérþekkingu, og mikið af starfsfólki til þess að láta sér koma til hugar að liafa þær um liönd, nema þeg- ar um sérstakar aðgerðir er að ræða. Fyrir um það hil 10 ár- um var byrjað að nota nýtt lyf til þess að deyfa konur, sem eru í fæðingu. Undanfarin ár liefir notkun þess farið ört vaxandi á Englandi, og síðan er farið að nota það töluvert í Frakk- landi og í Þýzkalandi. Einnig er mér kunnugt um að það nýt- ur orðið töluverðra vinsælda i Canada, hins vegar hefir það víst lítið verið notað í Banda- ríkjunum, enn sem komið er. Þetta svæfingalyf, sem skráð er með nafninu „TRILENE", fengum við á fæðingardeildina fyrir tveimur árum, ásamt tækjum til þess að gefa það með. Efnaheitið á Trilene er tri- chloraethylene og efnatáknið er CHCl : CCL>. Það er litarlaust og fljótandi efni með eðlis- þunga 1.47, og litað með skað- lausu bláu litarefni, Waxoline Blue (1:200.000). Það gufar fremur fljótt upp og sýður við 86 til 88° liita Celcius. Við 15° hita er lilil uppgufun, en við meiri liita klofnar það, ef nærri er natrium carhonat og önnur alkalisk efni. Við það myndast eitrað og eldfimt efni: chlor- acetylen. Það má þvi ekki liafa trichloraetylen í lokuðu kerfi með natrium karhonat; hins vegar er það ekkert eldfimt í hvaða blöndun sem er með andrúmslofti, við venjulegan liita og þrýsting. Ef það er blandað hreinu súrefni við meir en 25.5° liita, getur mynd- azt eldfim blöndun. Frá því 1921 hafa verið gerðar dýratil- raunir með trichloraethylene, og þrátt fyrir langvarandi á- lnif efnisins, hafa ekki komið fram skemmdir í lifur eða nýr- um. Áhrif eru lítil á hjarta og æðakerfi, og engar áherandi breytingar á hlóðþrýstingi. Arrhytlnniur koma í um 5% af tilfellunum, en hafa ekki valdið öðrum óþægindum og á Iijartariti hafa verið litlar sjá- anlegar hreytingar. Primer hjartalömun er afar sjaldgæf, og aðeins talað um eitt tilfelli frá því 1943. Arrhytlnniur standa stutt og gefa ekki ástæðu til þess að hætta svæfingu, heldur gefa súrefni, og ef þær þá halda á- fram,verður að hætta svæfingu. Púlshraðinn er mismunandi, bradycardia tíðari en tachy- cardia. Trilene verkar örvandi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.