Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1952, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.06.1952, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐID GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: JÚLÍUS SIGURJÓNSSON og ÞÓRARINN GUÐNASON. 36. árg. Reykjavík 1952 10. tbl. ‘ TRILENE-svæfingar í fædingarhjálp Erindi flutt í L. R. 26/3. ’52. Eftir Pétur Jcikobson. Hvort heldur er fæðing auð- veld af því að konan er róleg, eða er konan róleg af því að fæðingin er auðveld? Þessari spurningu hefir enski læknir- inn Grantly Dick Read verið árum saman að velta fyrir sér. Enn fremur: Er konan kvalin og Iirædd af því aðfæðinggeng- ur erfiðlega hjá henni, eða er fæðingin erfið og kvalafull af því að konan er hrædd? Niður- staðan af athugunum dr. Reads er sú, að hræðslan er á ein- hvern liátt það, sem fvrst og fremst framkallar kvalir i fæð- ingum, sem að öðru levti eru eðlilegar. Af þessu ieiðir að spennt kona þýðir spenntur legháls. Þó óljóst se hvernig jtessi „neuromuskuleri mekan- ismi“ verkar á starfsemi legs- ins, þá viðurkennir þó almenn reynsla þessa fullyrðingu. Allir eru sammála um ]tað, að kona í fæðingu á rétt á því að fá dregið úr þjáningum sín- um, og enginn vafi er á því, að aðferðir þær, sem dr. Read hef- ir bundið í kerfi, lijálpa mikið fæðandi konum, og sumum fullkomlega. Hins vegar eru verkir afarmismunandi og við- brögð einstaklingsins líka mis- munandi, og er það eitt nægi- legt til þess, að þörf á deyfingu er brýn við eðlilegar fæðingar, auk þess sem óeðlilegar fæð- ingar verða ekki til lykta leidd- ar, fremur en handlæknisað- gerðir, án þess að til komi ein- hver aðferð til þess að draga úr sársauka og kvölum. Nú á dögum er til fjöldi devti- lyfja til þess að ná þessu marki við fæðingar, en vandinn er og hefir verið sá, að finna handhægt, áhættulaust og ó- ])ægindalítið meðal, sem ekki skenunir fyrir framgangi fæð-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.