Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1952, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.06.1952, Blaðsíða 14
154 LÆKNABLAÐIÐ í maganum var lokað með cat- gut og silki, og magálssárinu með catgut í peritoneum, fasciu og subcutis og silki i liúð. Sjúklingurinn fór á fætur daginn eftir. Sárið greri p. p. Saumar voru teknir á 9. degi og sjúkl. fór heim á 11. degi eftir aðgerð. Trichobezoarinn var 580 grm. þungur, ummál 22 cm þar sem gildast var. 2. mynd. Ljósmynd af liinum burtnumda tricliobezoar. Dr. Helgi Tómasson skoðaði stúlkuna eftir brottför af spít- alanum og samdi ítarlega greinargerð. Sjúkl. reyndist hafa andlegan þroska svarandi til 10—11 ára aldurs. Psychia- trisk diagnosis: Debilitas ment- alis Hysterisk reaktion? Diskussion. Orðið bezoar er dregið af persnesku orði, sem þýðir mót- eitur. Var það í fyrstu notað um steinmyndanir, sem fund- ust í geitamögum. Steinar þess- ir voru grænleitir, með sléttu yfirborði, egglaga, og gátu orð- ið allt að því liænuegg-stórir. Frá byrjun 10. aldar voru bezoar notaðir til lækninga, en mestur var lækningamáttur þeirra, er kom fram á miðald- ir. Þeir urðu þá svo dýrir, að naumast liöfðu aðrir en þióð- höfðingjar efni á að eiga þá. Voru steinarnir jiá leigðir út dag og dag í einu hauda hinum, sem efnaminni voru. Orðið bezoar er nú notað um alla aðskotahluti, sem myndast í mögum manna og dýra. Skipt- ast þeir í: Trichobezoar, um 55%, Phytobezoar, um 40%, Konkrementbezoar, um 4%. Þá eru og til blandaðir stein- ar, t. d. trichophytobezoar. Trichobezoar myndast úr hárum eða mannsnöglum, sem sjúkl. eta. í þá safnast slím og fita og eru þeir því slóttir og hálir á yfirborði. Þeir eru venjulega í lögun eins og mag- inn og ná niður í pylorus, eða eitthvað niður í skeifugörn. Dæmi eru til, að skeifugarnar- endinn brotni af, færist niður eftir görninni og valdi ileus.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.