Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1952, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.06.1952, Blaðsíða 12
152 LÆKNABLAÐIÐ TRICHOBEZOAR. (Erindi flutt í L. R. 10. okt. 1951). Eftir Friðrik Einarsson. Stúlka (S. F.), 15 ára gömul, lá á handlæknisdeild Lands- spitalans 24./8.—5./9. 1951. Hún er yngst af 4 systkinum. llin eru frísk. Sjúklingurinn hefir fengið kíghósta, mislinga og rauða liunda, en ekki aðrar farsóttir, og hefir að öðru leyti verið frísk áður. Þegar stúlkan var á 4. árinu byrjaði hún að tæta í sig ullar- föt, ullarband, handklæði og þess liáttar. Faldi hún sig þá jafnan í skúmaskotum eða bak við hurðir meðan liún var að reita þetta í sig ,en liætti í svip, er henni var bannað það. Eftir 1—2 ár mun hún hafa hætt þessum óvana af sjálfsdáðum. Á þessu tímahili tók móðirin oft eftir hárflyksum og ullar- hnoðrum í liægðum barnsins, en á seinni árum hefir hún ekki fylgzt með hægðunum. — Ekki virtist þetta hafa nein áhrif á heilsu stúlkunnar, sem var góð. Hægðir voru reglulegar, stund- um dálítið harðar, en aldrei niðurgangur. Aldrei velgja eða uppköst. Matarlyst hefir alltaf verið góð og borðar sjúklingurinn meira en hin börnin. Hún hefir dafnað vel líkamlega. Henni gengur fremur stirðlega að læra, enda löt við það, nema reikning, sem móðirin telur liana vera duglega i. Hún er skapgóð og þægileg i daglegri umgengni, en mjög þver, ef hún tekur eitthvað í sig. Fyrir 11 mánuðum fór sjúkl. að missa liárið, og varð þá al- veg sköllótt á svo sem 31 mán- uðum, enda dró hún enga dul á, að hún æti hár sitt og að henni þætti það gott. Þannig hrá hún t. d. upp í sig hárlokk og sleikti, er hún sat í bió, og þegar vinstúlka hennar fann að þessu, ráðlagði sjúklingur- inn henni að gera það sama, því að, „hárið er svo gott á bragðið“. Eftir að stúlkan var orðin al- veg sköllótt, leyfði hún hárinu að vaxa lítillega aftur. Það hafði þó naumast náð nema nokkurra cm lengd, er sjúkling- urinn fór að reita það í sig aft- ur, og komu þá hárlausir blettir hak við eyrun. Þessu hætti hún aftur um tveim mánuðum fvr- ir komu á spítalann. Síðustu mánuðina hefir sjúklingurinn haft óþægindi í kviðarholi, þyngslaverk í e])ig- astríi og yfir til hægri, einkum við snöggar hreyfingar, og lýs- ir hún þessu sem hlaupasling.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.