Læknablaðið - 15.06.1952, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ
155-
Sjúkdómurinn, að eta hár, er
talinn sálrænn. Kemur hann
aðallega fvrir hjá kvenkyninu,
eða í rúmlega 91% tilfellanna.
Stundum er um mjög ungar
stúlkur að ræða. Monrad fann
trichobezoar í 4 ára slúlku.
Trichobezoar var tekinn tir 7
ára stúlku, og aftur er lnin var
35 ára.
Phytobezoar er samaii scttur
úr ýmsum plöntuleifum, t. d.
úr sveskjum, rúsínum og ko-
koshnetum, en þó einkum úr
nýjum, amerískum döðluplóm-
um. í þeim er plöntusafi, sern
útfellist í sýru magans og
myndar hezoar.
Hinn algengasti konkrement-
bezoar er myndaður úr shell-
ack, sem er harpixkennd
kvoða, notuð í alkóhólupplausn
til að lita með húsgögn. í bann-
löndum, og þar sem erfitt er að
ná í ómengað alkóhól, er þessi
vökvi stundum drukkinn, með
þeim afleiðingum, að steinn
myndast i maganum.
Klinik.
Sjúklingarnir ganga oft með
hezoar árum saman, án veru-
legra óþæginda, en leita loks
læknis vegna smávægilegra
meltingartruflana: Óþæginda
fyrir hringspölum, lystarleysis
eða megrunar. Stundum skipt-
ast á timabil þunnra hægða og
hægðatregðu. Uppsala er sjald-
gæf.
Rannsóknir á blóði, blóð-
þrýstingi, saur eða þvagi gefa
sjaldan jákvæðar upplýsingar.
Sjúkdómurinn þekkist á hin-
um harða, slétta tumor á maga-
stað, sem venjulega hefir lög-
un magans. Sé vafi,gefur röntg-
enskoðun fulla vissu. Röntgen-
myndirnar eru einkennandi
(karakteristiskar): Kontrast-
efnið rennur niður á milli
tumors og magaveggjar, og
myndar eins og kápu utan um
tumorinn.
Tíðni.
Sjúkdómurinn er ekki ai-
gengur. Fvrsta kliniska tilfell-
inu var lýst 1779. De Bakaij &
Ochsner söfnuðu (1938) sam-
tals 311 tilfellum úr ritum og
eigin starfi. Siðan hafa nokkur
hætzt við. fíille & Thorell töldu
í júní 1951 að þeirra tilfelli væri
númer 318.
Meðferð.
Það á að skera upp við sjúk-
dómnum strax og greining hans
er viss. Letalitet hjá 124 skorn-
um var 4,8%, en hjá 33 ekki
skornum var letalitet 72,2%.
Dánarorsakir eru einkurn per-
foration, peritonitis, ileus og
kachexi.
Recidiv eru ekki sjaldgæf.
Dæmi er til, að ung stúlka var
skorin upp 5 sinnum á 14 árum
við trichohezoar.
Trichobezoar of womans hair.
The author reports the case
of a tricliohezoar removed