Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 3 ari árið 1935. Annar Taylor, eða Frederic Taylor, notaði hana í Indianapolis General sjúkrahúsinu á 24 sjúklingum allt frá því, að hann reyndi hana árið 1937 á 2 aðfram- komnum sjúkl., er háðir lifðu, en 2 dóu af þessum24tilfellum, og var þó að mestu levti um valin tilfelli að ræða. Seley o. fl. segja frá 34 óvöldum tilfell- um, sem l}rflæknismeðferð var reynd á og lifðu þeir allir, en yfirleitt er dánartalan frá 0 upp í 15% í þeim skýrslum, er birtar hafa verið á undanförn- um árum. Frönsku læknarnir Iselin og Toutain söfnuðu vfirliti yfir 157 tilfelli frá Englandi 1951 og rejmdust dauðsföll 10 af hundr- aði, og yfirliti yfir 62 tilfelli í Frakklandi, en af þeim dóu aðeins 5,5% og af 550 tilfellum, er þeir söfnuðu frá ýmsum löndum (frá 16 læknum) dó 7,8 af hundraði. Davies Bettie revndi hana á 40 sjúklingum, af þeim sem dóu kom í Ijós, að 3 dóu af 4 með sprungin magasár, en að- eins 1 af 32 með sprungin skeifugarnarsár og mætti þó einmitt vænta betri árangurs við sprungin magasár, þar eð nefslangan getur ekki tæmt skeifugörnina, nema að því leyti, að minna berst frá magan- um niður i hana, en hin algera hvíld á starfsemi maga og þarma veldur því að lítið leitar á perforationsopið, einnig í skeifugörninni. Loks hefir einnig verið mælt með conservativ-meðferð við sprungnu krabbameini í maga. Dánartala i slíkum tilfellum, hvort sem reynd er einföld lok- un, eða resection, er talin vera um 80%. Robert Soupau.lt og Maurice fíutaille reyndu t. d. conservativ-meðferð i 2 cancer tilfellum 1951 og lifðu bæði. Af öllum complicationes við maga- og skeifugarnarsár er ]ierforatio sársins sú hættuleg- asta og veldur flestum dauðs- föllum. I áðurnefndri grein minni í Lbl. 1949 gat ég um nokkrar dánartölur eftir skurðaðgerðir og get ég visað til þeirra, en leyfi mér að rifja hér einstaka upp og bæta öðrum við. Thoms- son H. L. skýrir t. d. frá 500 til- fellum frá stóru bæjarsjúkra- húsi, þar sem margir læknar stunduðu sjúklingana. Alls dóu 39.4%. Af 424 uppskurðar- sjúklingum dóu 23.9%, en af 76 sjúklingum, er ekki voru skornir upp, aðallega vegna þess hve langt þeir voru leidd- ir, dóu 98%, eða næstum allir. En það var fyrir þann tíma, að farið var almennt að reyna nú- tíma Ivflæknismeðferð. Þá má minna á hina stóru sjúkraskrá (statistic) Henry Bockus, sem segir frá 5061 uppskurðartil- felli 1944, bæði frá Ameríku og Evrópulöndunum. Meðal-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.