Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 10
2 LÆKNABLAÐIÐ þvi fólgin, að í stað þess að hindra það, að magainnihald berist áfram út í lífhimnuna með því að loka fyrir sprungu- opið með skurðaðgerð, er reynl að ná sama árangri með þvi að tæma magann fyrst rækilega með venjulegri magaslöngu, ef ætla má að matarleifar séu enn í maganum, en siðan með nef- slöngu (Wangensteen- eða Levinslöngu), sem látin er liggja niðri i maganum í 2—3, eða fleiri sólarhringa og er liún sett í samband við vægan sogútbúnað (vatnssog eða raf- dælu), eða einfaldlega látin verka sem sogpípa (hævert). Sjúklingnum er gefið svo mikið morfin, að það skapi full- komna vellíðan (evt. i æð), hann er eingöngu nærður par- enteralt og gefin antibiotica í stórum skömmtum. Aðferðin er lík því, sem nú er almennt notað eftir stærri aðgerðir á maganum, við lífhimnubólgu af öðrum orsökum og stundum við garnaflækju o. fl. Allmikið liefir verið ritað um aðferð þessa á siðustu árum og hún eignast marga áhangendur, en einnig >Tnsa andmælendur, enda þótt hún hafi gefizt flest- um ótrúlega vel, er hana hafa rejmt. Flestir kenna aðferð þessa við H.Taylor eða Hermon Tayl- or, Lundúnalækni, er reyndi hana í King Georges spítalan- um i Ilford og skýrði frá á- rangrinum fyrst í félagi brezkra meltingarsérfræðinga í nóv. 1945 og í Brit. Med. Journal árið eftir. Hafði hann þá reynt con- servativ meðferð við sprungin sár á 28 sjúklingum í röð, en af þeim dóu 4 eða rúmlega 14%, en dánartala hans áður á 77 ópereruðum tilfellum hafði verið 18%. Hann telur, að að- eins einum þessara fjögurra sjúklinga hefði mátt bjarga með skurðlækningu í tíma, en í öllum tilfellum hafði per- forationsopið þó lokazt eins og sannað var með líkskoðun. Um svipað leyti skýrir Bed- ford Turner, annar enskur læknir, frá 6 tilfellum og svo hver af öðrum (Bertram, Seel- ev, Visick o. fl.) á næstu árum, er of langt yrði upp að telja. Það er þó hæpið að kalla Her- mon Taylor upphafsmann þessarar aðferðar enda þótt Iiann fyrstur virðist hafa not- að hana á óvöldum tilfellum, þvi að hún var reynd um 10 ár- um áður i Bandaríkjunum. Það er ekki fvrr en farið er að nota nefslönguna, að unnt er að beita lyflæknismeðferð með svo góðum árangri, sem raun ber vitni. Þannig heppnast Wangen- steen (sem fvrsta W-nefslang- an er kennd við) að bjarga 2 sjúklingum af 3, er allir voru in extremis, er þeir komu á sjúkrahúsið, með aðferð þess-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.