Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 18
10 LÆKNABLAÐIi) en hitt er staðreynd, að þeir lifðu allir án uppskurðar og mér er nær að halda, að líf þeirra hefði verið í meiri hættu eins og á stóð — eftir uppskurð en án hans. Hins vegar er þvi ekki að leyna, að meira áræði þarf til þess að velja conservativ með- ferð heldur en að láta hendur standa fram úr ermum og ráð- ast í skurðaðgerð, einkum fann ég til þess í fyrsta skiptið. Ég er viss um það, að hefði einhver þessara sjúklinga dáið, liefði ég nagað mig mjög í liandar- bökin fyrir að liafa ekki valið handlæknismeðferð og hefði það verið fyrsti sjúklingurinn hefði engin reynsla fengizt um liina tvo og liefði ég misst ein- hvern þeirra eftir uppskurð, hefði ég ásakað mig fyrir að liafa ekki heldur reynt lvflækn- ismeðferð. Læknirinn verður að eiga það við sína eigin sam- vizku, dómgreind og mér ligg- ur við að segja intuition, í hverju einstöku vafasömu til- felli, hvora aðferðina hann velur. Það er að minni liyggju eng- in ástæða til þess að gerast á- hangandi annarrar hvorrar þessarar meðferðar. Ég lield, að báðar eigi þær rétt á sér. Vandinn er í því fólginn að finna lit réttar indication.es. En reynslan hefir sýnt, að enda þótt sjúklingar séu jafn- vel in extremis eða haldnir al- varlegum aukasjúkdómum — þ. e. í tilfellum þar sem skurð- lækning er of ábættusöm eða myndi ekki ná tilgangi sínum — er enn mikil von um að bjarga lifi þessara sjúklinga með nútíma lyflæknismeðferð. Þá gefur auga leið að bjarga mætti með henni sjúklingum á afskekktum stöðum, á höfum úti o. s. frv., er ekki væri unnt að koma í sjúkrahús í tæka tíð, ef læknarnir hefðu full- kominn útbúnað til að geta beitt Ivflæknismeðferð á staðn- um og jafnvel mætti kenna hana að nokkru ólæknislærð- um sjófarendum svo að gagni kæmi. Helztu heimildarrit: Halldór Hansen: Sprungin maga- og skeifugarnarsár. Lhl. 34. árg. 1949, bls. 101. Taylor H.: Peptic ulcer perforation treated without operation, Lancet, 1946, II, bl. 441. Taylor Fr.: Nonoperative treatment of perforated peptic ulcer. Surg. Gynecol. & Obstetr., April 1952, bl. 464. Bedford-Turner: Conservative treat- ment of duodenal ulcer. Brit. Med. Journal, 1945, bl. 457. Seeley, Ilogan, Henry and Bertram: Nonoperative treatment of per- forated duodenal ulcer, cit. fr. Fr. Taylor. Iselin, Pérat et Toutain: Traitement non operative des ulcéres gastro- duodenaux perforés. Arch. de maladies digestiv de 1951 bl. 1278. Soupault et Butaille: Note sur le traitement des perforations canc- éruses de l’estomac par l’aspira-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.