Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 24
16 LÆKNABLAÐIÐ Gistivist í Landspítalanum og öðrum sjúkrahúsum Á síðasta aðalfundi L. I. koin fram ósk um að gistivist fyrir lækna væri tekin upp á ný í Landspítalanum og e. t. v. fleiri sjúkraliúsum. Stjórn L. í. ritaði stjórnar- nefnd ríkisspítalanna um mál- ið og enn fremur yfirlæknum St. Jósefsspítala í Revkjavík og fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Svar liefir horizt frá stjórn- arnefnd ríkisspítalanna svo- hljóðandi: „ ... Undanfarin ár hafa læknar ætíð átt þess kost að starfa í Landspítalanum í svokallaðri gistivist. Nokkrir hafa notað þennan möguleika, en færri en gert var ráð fyrir. Erfiðleikar á að fá aflevsara eða húsnæði í Reykjavík mun að sjálfsögðu hafa ráðið þar nokkru um. Nefndin vill taka það fram, að gert er ráð fyrir að gistivist verði áfram opin fyrir þá lækna, sem hennar vilja njóta. Varðandi sumar- levfi lækna og ráðningu lækna i vikarstöður í spítölunum, er nefndin einnig reiðuhúin að greiða götu þeirra lækna, sem með nægum fyrirvara sækja um slíkar stöður.“ * Frá Læknafélagi Islands Frá dómsmálaráðuneytinu hefir L. í. borizt bréf svo hljóðandi: „Eftir viðtöku bréfs Læknafé- lags fslands, dags. 5. júni s.l., varðandi sírennflautur fyrir læknabifreiðir, tekur ráðuneytið fram, að það samþykkir, að hér- aðslæknar fái slíkar flautur á bif- reiðir sínar til að nota þegar mik- ið liggur við að komast áfram, með þeim skilyrðum, sem fram koma í bréfi lögreglustjórans i Reykjavík, dags. 2 f. m., er hér með fylgir i afriti. Verði brögð að misnotkun tækja þessara má búast við að leyfi þetta verði afturkallað." Skilyrði þau, sem um getur eru: 1. Héraðslæknum verði eingöngu heimilað að nota hljóðmerkin á vegum utan kaupstaða og kaup- túna. 2. Til aðgreiningar frá lögreglu- og slökkvibifreiðum og loft- varnaflautum verði liljóðmerk- in gefin með blástursflautu með hækkandi og lækkandi tón. 3. Haft verði samráð við bifreiða- eftirlit ríkisins um val á flaut- unum. Uppprentun úr Læknablaðinu er bönnuð nema að fengnu leyfi höfunda. Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er í Félagsprentsmiðjunni h.f., Reykjavík. Sími 1640. Pósthólf 757.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.