Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 12
4 LÆKNABLAÐIÐ dánartalan reyndist vera 23,9 af hundraði. Enda þótt ýmsar minni sjúkraskrár greini frá miklu lægri dánartöluin eftir skurðaðgerð og dauðsföllum fari æ fækkandi hin síðari ár eftir uppskurði, virðisl meðal- dánartalan þó enn allhá, senni- lega ekki undir 5—10 af liundr- aði, ef um stóra statistik er að ræða. Nýjasta statistik er ég hefi rek- ið mig á er frá Sviss og nær vfir tímabilið frá 1941—1952, þar sem P. Huberlin skýrir frá af- drifum 323 perforationssjúkl- inga, er komu í Ziirieh Clinic á þessu tímabili. 308 þessara sjúkl. voru skornir upp. Á 215 var gjörð resection og af þeim dóu aðeins 10 (4.67%), á 92 var gjörð einföld sutur ulceris, en af þeim dóu 30 (32,6%). 11 voru svo aðframkomnir, að þeir vorulæknaðir conservativt og dóu 7 (63%) en á 5 upp- götvaðist sjúkdómurinn fyrst við krufningu. Hér er því dán- artalan eftir uppskurð um 13 af hundraði en alls deyja rúml. 16 af hundraði þessara 323 sjúkl. í áðurnefndri Lhl.-grein komst ég svo að orði um úl- komuna hér á landi 1949: Ekki mun fjarri sanni að um 100 til- felli af ulcus pept. perforatum liafi verið opereruð á öllum sjúkrahúsum landsins á tíma- bilinu frá 1923—1948. Hefir mér talizt svo til að meðaldán- artala eftir aðgerð á um 87 þessara tilfella, er ég hefi getað fengið upplýsnigar um, fari ekki fram úr 13 af hundraði og má það teljast mjög góður árangur miðað við svo mörg ár aftur í tímann. Þegar árangur nútíma lyf- læknismeðferðar, eins og henni var lýst, er borinn saman við árangur af uppskurði, virðist því útkoman af lyflæknismeð- ferðinni sízt í óhag. Að vísu er allur samanburð- ur eða mat i þeim efnum erfitt og villandi, því margt kemur þar til greina. Sumir hafa reynt lyfla'knismeðferð á hópi sjúkl. i röð, aðrir aðeins í völdum til- fellum. Sumir taka með í reikninginn sjúklinga, er koma in extremis og aðrir undan- skilja þá og hefir það auðvit- að mikil áhrif á útkomuna. Hins vegar hlýtur útkoman lijá skurðsjúklingum að velta mik- ið á því, hversu hlédrægir læknarnir eru eða djarfir, þeg- ar dæma á um hæfni sjúklings lil að þola uppskurð o. s. frv. Því er ekki að neila, að enn virðast dauðsföll eftir upp- skurði á sprungnum sárum all- mörg og því ekki úr liáum sessi að detta, og þó koma þar ekki öll kurl til grafar. Þar við bæt- ast in extremis-tilfellin og þeir sem deyja úr perforation undir skökku sjúkdómsheiti og upp- götvast fvrst á sectionsborðinu. Frederic Taylor vill kalla þau

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.