Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 15
LÆKNABLAi) IÐ 7 tionin, sem vandanum veldur, þ. e. hvenær á að grípa til upp- skurðar, ef sjúklingnum batn- ar ekki við lyflæknismeðferð- ina. Andmælendur lvflæknismeð- ferðarinnar benda með rétti á þá hættu, að dýrmætum tíma sé eytt, er kostað geti líf sjúkl- ingsins. Því er einnig baldið fram, að með lyflæknismeðferðinni séu lungnacomplicationes og subphren. abscess tíðari en eft- ir skurðlækningu. Ég er þeirrar skoðunar að ákveða verði aðra bvora að- ferðina þegar á fyrstu klukku- stundunum og réttast sé að láta slag standa, þegar lyflæknis- meðferðin liefir staðið í Yz-—1 sólarhring, enda þótt bati sjá- ist ekki, því úr því er bæpið, að skurðaðgerð komi að betra haldi. Ég læt hér staðar numið að ræða þetta sjúkdómsástand frekar, enda þólt margt fleira mætti um það segja og vik þá að sjúkrasögum þeirra 3ja sjúklinga, er ég hefi reynt lyf- læknismeðferð við. J. A., karlmaður 32 ára, kvæntur sjómaður, Akranesi. 1945 var sjúkl. í skoðun hjá Jóh. Björnssyni lækni, er fann sár í skeifugörninni. Einkenni frá maga, hungur og næturverki, hafði hann þá haft í 6—7 ár. Tók stuttan legu- kúr heima og batnaði nokkuð. 16. 3. 1947 perforeraði sárið allt í einu úti á sjó, en 3 klst. síðar var hann kom- inn í St. Jós. spítala í Reykjavik og gjörð lap. og sutur ulceris (H. H.). Útskrifaður 10. 4. Um haustið sama ár (16. 10.) kvartar hann um sömu þrautir og áður. Rtg. (Lsp:) sýnir enn nisclie í duodenum. E-\vald 180cc K: 50 Ph:60. Er látinn taka legukúr í St. Jós. spitala nov.—des. og er ein- kennalitill og vinnufær, þar til 17. marz 1948. Þann sama dag kl. 0.30 fær hann á ný óþolandi kvalir í kvið og vafalausa perforatio að áliti læknisins á staðnum. Verður nú vegna óveðurs að senda sjúkl. fyrir Hvalfjörð landleiðina og kemur hann í St. Jósefs spitala ekki fyrr en kl. 8 að morgni. Ástand sjúkl. var þá þannig, að hann liafði 40 stiga hita. Púls 120—130. Óvenjulega brettharður kviður, engin peristaltik heyranleg, lifrardeyfa horfin. Hósti og þyngsli fyrir brjósti. Steth: Bronchial öndun i báðum lungum neðan til og mikil conson slímhljóð og bronchophoni. Ég hafði þá ný- lega lesið um hinn góða árangur lyf- læknismeðferðar á sprungnum sár- um og þar eð mér þótti ástand sjúkl. allískyggilegt með tilliti til upp- skurðar, flaug mér í hug, að hér mundi slík aðferð koma til greina, enda þótt hér væri um allsvæsið til- felli að ræða. En sjúkl. hafði tóman maga, er hann sprakk og háar maga- sýrur og reikna mátti með samvöxt- um efir fyrri aðgerð. Ég lét þvi slag standa og reyndi lyflæknismeðferð, eins og að framan var lýst. Sjúkl. var hitahár í marga daga, en hinn brettharði kviður smálinaðist. Þarmahljóð heyrðust á öðrum sól- arhring og sjúkl. batnaði bæði lungnabólgan og lifhimnubólgan. Hann útskrifaðist 15. 4. í marz næsta ár gerði ég svo resectio ventriculi et duodeni á þessum sjúkl. og hefir hann haft góða heilsu siðan.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.