Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 10
150 LÆKNABLAÐIÐ það opnaðist ný leið lil að rannsaka það og afbrigði þess (isomersambönd), ákveða magn þessara efna í blóði og vefjum, brottfærslu o. fl. Við rannsóknir á chinidin- magni blóðsins hafa verð not- aðar fleiri en ein aðferð, gefa þær nokkuð misjöfn gildi, og verður að taka tillit til þess, þegar talað er um chinidin magn blóðsins. Komið hefur í ljós, að ei'tir inntöku nær blóð- magnið liámarki eftir 2—3 tíma, síðan f,ellur það jafnt og þétt og eftir 15—20 tíma er allt chinidin borfið úr blóðinu. Sé sami skammtur gefinn t. d. annan hvern tíma 6 sinnum, þá hækkar blóðmagnið stöð- ugt og verður mest 2 tímum eftir síðustu gjöf. Það chinidin magn sem þarf til þess að breyta arhythmia perpetua i sinusrhythmus er breytilegt frá sjúklingi til sjúklings. Að með- altali þarf það að v,era 9 mg. í lítra, mælt með þeirri aðferð, sem mest er notuð í Banda- ríkjunum (niæling með Cole- niann’s photofluorimeter), en oft þarf meira til að ná árangri. Til að ná þessu magni í blóð- inu, þarf 70 kg. þungur maður að fá 40 cg. annan hvern tíma 6 sinnum; séu gefin 60 cf, x6, verður blóðmagnið 13 mg/1, en þegar það er orðið svo mikið, þá er sjúklingnum liætt við eit- urverkunum, þ. c. flökurleika, suðu fyrir eyrum, breytingum á Q-R-S samstæðunni í hjarta- rafriti og aukaslögum. Þegar chinidin var gefið eft- ir gömlu aðferðinni, náðist árangur bjá 40—50% sjúkling- anna, en með því að gefa þessa stóru skammta, hefur tekizt að fá sinusrhythmus hjá ca. 80%. Þessar niðurstöður byggjast nærri eingöngu á rannsóknum, sem hafa verið gerðar vestan liafs. Mér vitanlega hefur ver- ið birt aðeins ein greinargerð um efnið frá Evrópu. A síðastliðnum 4 árum bef ég liaft 17 sjúklinga til með- ferðar á St. Jósefs spítala, sem allir voru haldnir arliythmia perpetua, 11 karlmenn og 6 konur. Ég hef reynt chinidin meðferð á 13 þ.eirra eftir þeirri aðferð sem rannsóknir síðustu ára telja liklegastar til árang- urs, en 4 sjúklingar voru ekki lvftækir með cbinidini. Sjúkdómsgreiningin er byggð á almennri kliniskri rannsókn, hjartarafritun og röntgenrann- sókn. Um uppruna arhythmi- unnar er þetta að segja: 8 sjúldingar höfðu morbus cord- is rheumaticus, voru 3 þeirra ekki liæfir til chinidin meðferð- ar. Það sem ákvarðaði þessa greiningu var annaðhvort febr- is rheumatica í forsögunni, eða einkenni mitralstenosis, þ. e. diastoliskt óliljóð eða „presys- toliskt roulement“ yfir apex cordis. Fimm þessara sjúklinga höfðu stenosis mitralis og voru

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.