Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1955, Síða 16

Læknablaðið - 01.12.1955, Síða 16
156 LÆKNABLAÐIÐ um ýmis hagsmuna- og áhugamál lækna. Minnzt var látins félaga, Lúðvíks Norðdal, sem látizt hafði á árinu. Félagarnir kvöddu Knút Kristins- son, sem nú lætur af störfum á fé- lagssvæðinu. Jónas Kristjánsson yf- irlæknir heilsuhælis Náttúrulækn- ingafélagsins í Hveragerði flutti erindi um manneldismál, og var crindið bæði fróðlegt og skemmti- legt, enda Jónas fróður vel eftir langan læknisferil i sveit og í bæ og skemmtilegur fyrirlesari með eldlegan áhuga. Aliklar umræður urðu um erindi Jónasar og voru menn á einu máli um hið mikla hlutverk mataræðis- ins í heilsufarslegu uppeldi þjóð- arinnar. Sérstaklega var rætt um, liversu þýðingarmikið væri, að vel væri vandað til matvælaiiinflutn- ings, en upplýst var, að suint af því korni, sem flutt væri inn ómalað, væri gamalt og skennnt af langri geymslu, t. d. spiraði ekki. Um mal- aða kornið væri ekki gott að segja, en víst væri um hveitið, að það væri algerlega bætiefnasnautt, og máske langgeymt, án þess að um það væri vitað með vissu fyrirfram. í sambandi við mál þetta sam- þykkti fundurinn eftirfarandi á- lyktum til heilbrigðisstjórnarinnar i landinu: „Aðalfundur Læknafélags Suður- lands ályktar, að gefnu tilefni, að skora á lieilbrigðisyfirvöldin i land- inu, að gera ráðstafanir lil þess að tryggja að gæðamat fari fram á innfluttum matvælum, sérstaklega kornmat, möluðum eða ómöluðum, þar sem eigi aðeins væri tekið til- iit til þroska kornsins, þar sem þvi verður við komið, lieldur og ald- urs, geymsluaðferða og íblöndun- ar annarlegra efna til að auka geymsluþol eða fegra útlit.“ Bjarni Guðmundsson ræddi um taxta og launamál lækna mcð lilið- sjón af nýafstöðnum kauphækkun- um i landinu. Var þessi ályktun gerð: „Aðalfundur Læknafélags Suður- lands, haldinn að Selfossi 3. sept. 1955, telur sjálfsagt að læknar fái 10—12% liækkun á alla samninga, föst gjöld og „praxis“, samsvarandi þeim hækkunum, sem aðrir hafa fengið á þessu ári.“ Sjórn Læknafélags Suðurlands skipa nú þessir menn: Formaður: Bragi Ólafsson, hér- aðslæknir, Eyrarbakka. Gjaldkeri: Jón Gunnlaugsson, læknir, Selfossi. Bitari: Baldur Jolinsen, héraðs- læknir, Vestmannaeyjum. Bjarni Guðnmndsson var kosinn til að mæta á aðalfundi L. í. á næsta ári. Leiðrétting. Lesendur greinariunar Thorvald- sen og Oehlenschláger í síðasta tölu- blaði Læknablaðsins eru beðnir að virða á betra veg og lesa í málið eftirtaldar prentvillur í greininni, svo og ef fleiri kunna að vera: Bls. 125, fyrri dálkur, 6. 1. a. n.: er að ljúka, les: er ljúka. — 127, siðari dálkur, 18. 1. a. n.: treynt, les: treint. — 133, síðari dálkur, 3.—4. 1. a. o.: T. d. (þ. e. til dæmis) er . .., les: Þ. e., til dæmis, er ... — 134, síðari dálkur, 10. 1. a. o.: palliaativ, les: palliativ. — 130, fyrri dálkur, 23.—24. 1. a. o.: extraktinonir, les: extrak- tionir. — 137, fyrri dálkur, 5. 1. a. n.: hugvekja, les hugvekju. Vegna efnis greinarinnar liefði óneitanlega farið vel á, að liún liefði náð þvi að verða prentvillulaus, en slíkt handbragð er hugsjón, sem sjaldan nær því að verða að veru- leika, og þó að í öðrum ritum sé en Læknablaðinu. V. J. I''ctagsi>ventsin.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.