Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1956, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.06.1956, Blaðsíða 13
L Æ K N A B L A }) I Ð 41 það verður ekki fjallað nánar hér. Aðeins skal á það minnzt, að tilgangslaust er að taka slímhúðarsýni fyrr en 1(5 dagar eða meir er liðið á eyclus, ef ákvarða þarf, hvort lcona hafi losað ,egg eða ekki, þar eð þær breytingar á gerð slimhúðar, sem egglosi fylgja, koma ekki fyrr en eftir þann tíma. Ég hef fjölyrt nokkuð um I ífeðlishrev tingar legslímhúð- arinnar, en taldi það nauðsyn- legt til skýringar því sjúk- dómsfyrirbrigði, sem siðar verður fjallað um. Skal nú stuttlega rakin vaka- starfsemi sú, sem veldur liin- um reglubundnu slímhúðar- hreytingum. Á kynþroskaárun- iini hefst myndun kvnvakanna í framhluta heiladingulsins. Heiladingulsvakar þeir, sem v.erka á eggj astokkana eru þrenns konar: 1) vakar, sem koma af stað myndun eggbús (folliculus); 2) luteiniserandi vakar, sem örva áframhald- andi vöxt eggbús, valda egglosi og mynda gulkirni (corpus luteum); 3) Prolaetin eða lute- otrophin, sem framkallar gul- kirnis driftina og heldur henni við (4). Aftur á móti framleiða egg- bú eggjastokkanna vaka, sem örva vöxt legslimhúðarinnar, svonefnd oestrogen, en mynd- un þeirra fer fram allan tím- ann, frá þvi tíðir hætta og þar til skömmu áður en næsta blæðing hefsl. Fljótlega eftir .egglosið byrjar gulkirni að mynda progesteron, en sam- einuð áhrif oestrogens og pro- gesterons valda brevtingum þeim, sem einkenna driftar- skeið legslímhúðarinnar. Ef frjóvgun á sér ekki stað, hrörn- ar gulkirni og myndun oestrog- ens og progeslerons stöðvast, en i kjölfarið koma svo tíðirnar. Aður var á það drepið, að kvn- vakar heiladingulsins stjórn- uðu að vissu leyti starfsemi eggjastokkanna. Hins vegar verka vakar eggjakerfanna til haka á heiladingulinn, þannig að oestrogen letur kynvaka- myndunina, og mikil oestrog- engjöf getur algerlega stöðvað hana. Þær sjúklegu breytingar og vaxtartruflanir, sem hér vei’ð- ur drepið á, voru lengi vel taldar bólgufyrirbrigði og af mörgum nefndar endometritis polvposa eða endometxátis glandularis hypertrophica. — Cullen lýsti þessum breyting- um allnákvæmlega þegar árið 1900 (5), en það mun hafa ver- ið Schröder, sem fyrstur rnanna árið 1915, benti á þá skýringu fyrirbærisins, sem nú er viður- kennd af flestum, en það er truflun á vakastarfsemi eggja- kerfanna (6). Er hún í því fólg- in, að folliculus oophoricus springur ekki, heldur þenst út og getur orðið að vökvafylltri blöðru, allt að linefastórri. Oft

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.