Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1956, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.06.1956, Blaðsíða 16
44 LÆKNABLAÐIÐ jafngreinilegar. Kann það ým- ist að stafa af því, að vaka- myndun er mismikil, eða svör- un slímhúðarinnar ólík. Klin- isk einkenni, sem fylgja livper- plasia glandularis cvstica, eru fvrst og fremst óregla á tíða- blæðingum. Þessi óregla getur ýmist lýst sér sem metrorrha- gia, menorrhagia eða sam- bland af hvoru tveggja. Blæð- ingar ,eru mismiklar. í vægum tilfellum er aðeins um nokkra aukningu á eðlilegum tíða- hlæðingum að ræða, en í þeim alvarlegri kunna blæðingar að verða svo miklar, að hætta sé á, að sjúklingi hlæði út. Trufl- un þessi er algengust milli fertugs og fimmtugs, og telur Novak, að uni 50% sjúkdóms- tilfellanna komi fyrir á þeim aldri. Tíunda hluta segir liann vera í byrjun kynþroskaár- anna, en 30—35% séu jafnt dreifð um önnur aldursskeið kvnþroska kvenna, einnig eft- ir fimmtugt. Við skoðun finnst stundum nokkur stækkun á leginu, en að öllum jafnaði finnst ekkert athugavert við þreifingu. Sjúk- dómurinn verður þó varla greindur með nokkurri vissu, nema legið sé skafið og vefur- inn rannsakaður í smásjá. Að vísu má í sumum tilfellum komast af með að taka pról'- bita úr legslímhúðinni og hafa verið úthúin sérstök áhöld i þeim tilgangi. Metropathia hæmorrhagica er aðeins einn flokkur hinna svonefndu starfrænu (funct- ional) tiðatruflana, en jafn- framt sá algengasti. Að því er varðar meðferð sjúkdómsins, skiptir megin máli, á hvaða aldri sjúklingur ,er. Sé konan farin að nálgast tíðahvörf, er lækningin í flest- um tilfellum auðveld og ein- föld, þ. e. röntgenkastratio. Ber þá auðvitað að gæta þess, að gefa svo sterkan skammt, að slarfsemi eggjastokkannia stöðvist algjörlega. Hins vegar er vert að leggja á það ríka á- lierzlu, að slík röntgenkastra- tio sé ekki framkvæmd án und- anfarandi nákvæmrar rann- sóknar á vef frá corpus og einnig frá portio vaginalis ut- eri. Það er alkunna, að blæð- ingaóregla kvenna á áður- greindum aldri getur oft staf- að af carcinoma corporis eða portionis vaginalis uteri. En röntgengeislun, sem notuð er til kastrationar er vitanlega al- röng meðferð á illkynja leg- æxlum. Þegar i hlut eiga konur inn- an við íertngt verður meðferð ofl nokkru erfiðari, þ. e. þeg- ar ekki má evðileggja eggja- kerfin. Þess ber þá að gæta, 'að tíðaóreglan getur batnað af sjálfu sér. Það er nú alkunnugt, að anovulatóriskur cyclus kemur alloft fyrir hjá stúlkum á fyrstu árum .eftir kvnþroslca-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.