Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1956, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.06.1956, Blaðsíða 8
36 LÆKNABLAÐIÐ heimspekirita þegar á skólaár- um, en hann átti einnig eðli vís- indamannsins, sem spyr, í- grundar og efast, en er víðsýnn og sjálfstæður í skoðunum. Hann var hrókur alls fagnað- ar í vina og kunningjahópi, þeir gleyma aldrei hugarfari hans og viðhorfi hans til lífsins, sem lét skína jafnt í létta kýmni og tregablandna alvöru. Sigtryggur læknir kunni vel að meta gæði 'þessa lífs og að njóta þeirra, en hann var engu síður fær um að mæta erfiðleik- um þess og þurfti oft á því að halda. Þegar á stúdentsárunum kenndi hann magasjúkdóms, er ágerðist svo að skera varð hann upp í Ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn, en árangurinn varð ekki betri en svo, að hann var lengst af æfinni illa haldinn af þeim kvilla og á 2 síðustu árun- um fékk hann tvisvar svæsna magablæðingu svo honum var vart hugað líf og eftir það náði hann sér aldrei til fulls. Sigtryggur átti 2 sonu með fyrri konu sinni, er annar þeirra Jarl, læknir á Sjálandi, en hinn, Tryggvi, dó af slysförum aðeins 17 ára gamall. Á meðan á þýzka hernáminu stóð í Danmörku mættu Kaldan lækni nýir erfiðleikar. Hann hýsti oft flóttafólk er var að flýja til Svíþjóðar og aðstoðaði það á ýmsan hátt. Hann lá því undir stöðugum gruni þýzka hersins á .staðnum og oft skall hurð nærri hælum. 1 des. 1928 kvæntist Sigtrygg- ur í annað sinn, eftirlifandi konu sinni Sigrid Agnete, dótt- ur Niels Petersens úrsmiðs í Helsingjaeyri. Hún var þá cand. mag., hafði lesið norrænu við Háskóla Islands og talaði ís- lenzku eins og innfædd væri. En frúin lét ekki þar við sitja, held- ur tók hún að lesa læknisfræði við Kaupmannahafnarháskóla skömmu eftir giftinguna, lauk læknisprófi á óvenjuskömmum tíma með ágætri einkunn og gat nú farið að stunda lækningar í félagi við mann sinn og hefur gert það síðan. Hið fallega heimili þeirra Kaldans-hjóna, „Villa Runa“, stendur við sjóinn, þar sem vel sést til umferða íslenzku kaup- skipanna er þau sigla um Eyr- arsund. Heimilið er skreytt mál- verkum margra ísl. listamanna og fleira er það, sem gerir heim- ilið rammíslenzkt, enda stendur það opið öllum Islendingum, er til Helsinjaeyrar koma, þar er og töluð íslenzka og íslenzkan var þeirra læknamál. Þau frú Agnete eignuðust 2 börn, Ulf, sem er vélstjóri, og Rúnu, sem í vor varð læknir á óvenjuskömmum tíma og með mjög hárri .einkunn, aðeins 23 ára gömul. Hjónaband þeirra Agnete og Sigtryggs var mjög hamingjusamt, enda öll skilyrði fyrir hendi að svo væri, hið sam-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.