Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1956, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.06.1956, Blaðsíða 17
45 LÆKNABLAÐIÐ aldurinn, án þess að nokkur truflun á tíðum fylgi. Á sama hátt getur væg hyperplasia glandularis cvstica, samfara folliculus Graafii persistens, jafnað sig og tíðarás komizt i samt lag, án þess að nokkuð sé að gert. Vakameðferð á þessum sjúkdómi hefur mjög verið reynd á siðari árum, eu m,eð nokkuð misjöfnum árangri (7). Segjast sumir ná góðum árangri, en aðrir litl- um eða engum. Alloft hatnar sjúklingi, sé legið skafið, og venjulega má stöðva blæðing- aróreglu í hili með þeirri að- ferð. Alvarlegustu tilfellin láta sig hins vegar ,ekki, livaða með- ferð sem viðhöfð er, og verður þá stundum að taka legið. En þetta er, sem betur fer, mjög sjaldgæft. Ég hef farið vfir og atlmgað þau tilfelli, sem gr.eind hafa verið í Rannsóknarstofu Há- skólans við Barónsstíg undan- farin fimm ár. Athugun þessi leiddi í ljós, að H. G. C. hefur verið greind í eitt hundrað tuttugu og eitt skipti (sjá línu- rit III). Skiptast tilfellin eftir aldri, svo sem línurit IV sýnir. Vngsta tilfellið var 19 ára stúka, ,en hið elzta 62 ára kona. Það er í samræmi við niður- stöður Novaks, sem áður var minnzt á, að flestir sjúkling- arnir voru á milli fertugs og fimmtugs. í nokkrum tilfell- um var um recidivum að ræða, Os 0\ Ox r-N r— r* V T* Línurit III. og séu þau frátalin, verður heildartala sjúklinganna 112. Breytingarnar voru á nokkuð mismunandi stigi, en ég hef þó ekki talið ástæðu til að flokka þær nánar. Af þessum sjúklingum höfðu 32 v,erið vistaðir í kvensjúk- dómadeild Landspítalans, og leyfði yfirlæknir deildarinnar, Pétur Jakobsson, góðfúslega

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.