Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1956, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.06.1956, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 47 breyzt í carcinoma corporis. Menn liafa í seinni tið oröið íhaldssamari í þessn efni, þar eð það hefur komið í ljós, að H. G. C. getur myndazt í kon- um eftir menopause, án þess að um eggjastokkamein sé að ræða. Þar eð starfsemi eggja- stokkanna er í sumum þessara tilfella löngu hætt, getur ekki verið um oestrogen-myndun í þeim að ræða. Nærtækust þyk- ir nú sú skýring á þessu fyrir- lirigði, að oestrogenið, sem veldur breytingunum, mynd- ist í glandulae suprarenales. Viðvíkjandi carcinoma cor- poris uteri má benda á, að unnt er að gera tilraunadýrum krabbamein með því að dæla í þau oestrogenum eða öðr- um steroid liormonum, par- enteralt, nógu lengi. Það niætti því hugsa sér, að hinn langvinni liyperoestrinismus, sem er samfara metropathia hæmorrhagica, gæti komið af stað krabbameinsvexti í legslímhúðinni. Novak telur, að fyrir menopause sé lítil hætta á, að svo verði, enda þótt stundum megi sjá mjög mikla óreglu á hinum liyper- plastisku kirtlum og ofvöxt í þekjunni, þannig að erfitt sé að greina með vefjarrann- sókn, hvorl um krabbamein sé að ræða eða ekki. Þegar í hlut eiga konur, sem komn- ar eru úr barneign er hins veg- ar miklu meiri hætla á, að slik- ur ofvöxtur breytist í krabba- mein. Enda befur allmörgum tilfellum verið lýst, þar sem H. G. G. og adeno-carcinoma fara saman, og oft má rekja breytingarnar stig af sligi frá H. G. C. yfir í ótvíræðan kirtla- krabba. Það er því ávallt á- stæða til að vera vel á verði, ef H. G. C. með afbrigðilegum þekjufrumvexti finnst í kon- um, sem komnar eru lir barn- eign. SUMMARY. A short survey is given of the nonnal pattern and physio- logical changes in the uterine mucosa. Pathoanatomical cha- racteristics and clinical symp- toms in metropathia hæmor- rhagica are described. An ac- count is given of cases diagn- osed as Cystic Glandular Hyp- erplasia al llie Department of Pathologv, University of Ice- land, 1950—1954 incl. Heimildir: 1. Novak, E„ J.A.M.A., 1920, 75, 292. 2. Potter, E. L.: Pathology of the Fetus and the Nevvborn; útgef.: The Year Book Publisliers, Inc., Chicago 1952, bls. 383. 3. Hertig, A. T.: Diagnosing the Endonietrial Biopsy, sjá Pro- seedings of The Conference on Diagnosis in Sterility 1945, rit- stj.: Eugle, E. T.; útgef.: C. C. Thoinas Springfield 1946, bls. 93. 4. Wright, S.: Applied Physiology,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.