Bændablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júní 2013 Ábúendur á Sleggjulæk heita Brynjar Bergsson og Anna Lísa Hilmarsdóttir en börn þeirra eru Ida María 16 ára, Katrín Vera 15 ára, Þórður 11 ára og Bergur 5 ára. Þau keyptu jörðina á síðasta ári og tóku við 1. október sl. Þau höfðu verið að leita að jörð á svæðinu í nokkurn tíma áður en Sleggjulækur var til sölu. Brynjar er að mestu alinn upp í sveit, í Köldukinn í Holtum, en Anna Lísa er úr Búðardal. Brynjar rekur verktakafyrirtækið Kaldólf ehf. samhliða búskapnum. Býli? Sleggjulækur. Staðsett í sveit? Næstefsti bær í Stafholtstungum, Borgarfirði. Ábúendur? Brynjar Bergsson og Anna Lísa Hilmarsdóttir. Stærð jarðar? Um 400 ha. Gerð bús? Blandað. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 60 nautgripir og 90 fjár, 40 hross, 7 hænur, 1 hani, 3 kettir og 1 hundur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Við förum í fjós kl. 7.00 og erum búin um kl 9.00, þá er gefið í fjárhúsinu og litið til með fénu. Við mjólkum seinni mjaltir kl. 17.30. Á milli mjalta sinnum við tilfallandi og árstíðabundnum störfum. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er alltaf gaman að hugsa um ungviðið en leiðinlegast að moka skít. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við stefnum á að stækka búið, fjölga gripum og rækta meira. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Við erum ekki komin nógu vel inn í þau mál. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í fram tíðinni? Tækifærin eru mörg, við erum með mjög svo vistvæna fram- leiðslu en það býður upp á ýmis- legt. Hvar teljið þið helstu tækifærin í útflutningi íslenskra búvara? Mjólkurútflutningi. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og lýsi. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjötsúpa. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ætli það hafi ekki verið þegar við tókum við búinu. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Sleggjulækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.