Bændablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 06.06.2013, Blaðsíða 1
11. tölublað 2013 Fimmtudagur 6. júní Blað nr. 396 19. árg. Upplag 30.000 „Þetta hefur verið allt of mikið,“ segir Benedikt Hjaltason verktaki, en hann hefur nú á liðnum vetri annast flutning á heyrúllum norður í landi. Lauslega áætlað telur hann að búið sé að flytja um 2.000 til 2.500 rúllur af heyi af Suður- og Vesturlandi inn á Norðurland og norðlenskir bænur hafi greitt allt að 25 milljónir króna fyrir það hey sem þeir hafa neyðst til að kaupa í vetur. Hafa ekki nýtt sér ástandið og hækkað verðið Benedikt er enn að, flutti um 200 rúllur í liðinni viku og álíka magn verður flutt norður í þessari viku. Auk hans hafa fjórir til fimm aðilar aðrir annast heyflutninga. Verðið er um 11 þúsund krónur á rúllu, þær kosta yfirleitt um 6.000 krónur hver og ofan á leggjast um 5.000 krónur í flutningsgjald. „Ég vil hrósa bændum í öðrum héröðum, t.d. á Suður- og Vesturlandi, fyrir að bjóða hey á skikkanlegu verði, þeir hafa alls ekki notfært sér það ástand sem skapast hefur hér norðan heiða og tekið upp á því að hækka verð á heyi, þó að aðstæður hafi vissulega skapast til þess með aukinni eftirspurn. Það finnst mér til fyrirmyndar,“ segir Benedikt. Heyflutningum ekki lokið Hann segir að þótt komið sé fram í júní sé heyflutningum milli landshluta fráleitt lokið. Nú í vikunni var hann t.d. beðinn um að sækja um 50 rúllur suður yfir heiðar, „og ég fer mjög sennilega þrjár ferðir í vikunni, þegar upp verður staðið í vikulok verða þetta tæplega 200 rúllur,“ segir Benedikt. Bændur á norðanverðu landinu eru margir hverjir orðnir tæpir með hey, enda var uppskera með minna móti á liðnu sumri vegna þurrka og þá settist vetur óvenjusnemma að liðið haust, hófst með látum strax í byrjun september. Búpeningur hefur meira og minna verið á húsi í allan vetur og langt fram á vor, þannig að hratt og örugglega hefur gengið á heybirgðir sem víða eru á þrotum. /MÞÞ Norðlenskir bændur hafa keypt hey fyrir um 25 milljónir í vetur Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-viðræður ekki á dagskrá Þjóðaratkvæðagreiðsla um áfram hald aðildarviðræðna við Evrópusambandið er ekki á dagskrá að óbreyttu. Til þess að íslensk þjóð æski inngöngu í Evrópu sambandið þurfa ein- hverjar stórkostlegar breytingar að koma til í Evrópu og heim- inum. Þetta er mat Sigurðar Inga Jóhanns sonar, varaformanns Framsóknarflokksins, sjávar- útvegs- og landbúnaðar ráðherra og umhverfisráðherra. Sigurður Ingi segir í viðtali hér í Bændablaðinu að Ísland sé á sömu leið og Maltverjar og Svisslendingar hafi valið að feta í sínum aðildar- viðræðum. „Maltverjar lögðu niður samninga viðræður við ESB í fjögur ár og tóku þær svo upp aftur vegna breyttra aðstæðna í samfélaginu. Sviss hefur geymt samningana sem farnir voru af stað ofan í læstri kistu. Það er mat begggja stjórnarflokka og meirihluta landsmanna að okkar hag sé betur borgið utan sambandsins. Ef það breytist þá er það okkar stefna að þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi til. Ef þú spyrð mig persónulega sé ég ekki á næstu árum að ástand í Evrópu og í heiminum verði með þeim hætti að íslensk þjóð muni óska eftir inn- göngu í Evrópusambandið, ég sé það ekki.“ - Sjá viðtal við Sigurð Inga á bls. 28-29 Lauslega áætlað hafa norðlenskir bændur keypt hey frá öðrum landshlu- tum, einkum Suður- og Vesturlandi fyrir allt að 25 milljónir króna. Víða eru heybirgðir um það bil að klárast. Aðalsteinn Hallgrímsson í Garði, einn eigenda verktakafyrirtækisins GK-verktaka, var í óða önn að sá grænfóðri á tún Sigurðar bónda í Gröf í Eyjafjarðarsveit í liðinni viku. Hann er með tún neðan vegar á atanum við Eyjafjarðará og var nokkuð stór hluti þess skemmdur af völdum kals. - Sjá meira um ástandið í sveitum norðanlands á bls. 2 og 4. Mynd / MÞÞ Lömbin hoppa frjáls um tún og grundir 7 Framkvæmd sauðfjárdóma 4933 Slippurinn opnaður á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.