Bændablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013 Þrátt fyrir að víða sé búið að smala fé af fjalli og rétta er enn eftir að rétta fé og hross víða á landinu. Því birtir Bændablaðið enn uppfærðan réttalista í þessu blaði. Enn og aftur er sá fyrirvari gerður að villur geta slæðst í lista sem þennan, bæði vegna mistaka en einnig vegna þess að mögulega hefur verið tekin ákvörðun um að færa gangnadaga til á einhverjum svæðum. Því er brýnt fyrir þeim sem hyggjast fara í réttir að hafa samband við heimamenn og staðfesta dagsetningar. Hér að neðan má sjá þær fjárréttir sem enn eru eftir í stafrófsröð. Þá er birtur sérstakur listi yfir réttir í Landnámi Ingólfs sem stutt er að fara í fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Listi yfir stóðréttir haustsins er síðan tekinn saman eftir tímasetningum. Enn eru tímasetningar nokkurra rétta á reiki og eru þær tilteknar í listanum. Eru fjallskilastjórar beðnir um að hafa samband til að bæta þar úr og sömuleiðis ef rangt er farið með dagsetningar á réttum. Viðkomandi eru beðnir um að hafa samband við Bændasamtökin í síma 563-0300 eða í tölvupóstfangið fr@bondi.is. Fjár- og stóðréttir haustið 2013 Arnarhólsrétt í Helgafellssveit sunnudag 22. sept. Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn. sunnudag 22. sept. Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. sunnudag 22. sept. Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp) sunnudag 22. sept. Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. sunnudag 22. sept. Hallgilsstaðarétt á Langanesi Ekki ljóst Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. laugardag 21. sept. Héðinsfjarðarrétt í Héðinsfirði föstudagur 20. sept Hraðastaðarétt í Mosfellsdal sunnudag 22. sept. Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. laugardag 21. sept. Innri-Múlarétt á Barðaströnd, V.-Barð. sunnudag 29. sept. Katastaðarétt í Núpasveit, N-þing. Ekki ljóst Kinnarstaðarrétt í Reykhólahr., A-Barð. sunnudag 22. sept. Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði, Strand. Ekki ljóst Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. laugardag 21. sept. Kjósarrétt í Kjós. sunnudag 22. sept. Króksfjarðarnesrétt í Reykhólasv., A-Barð. laugardag 21. sept. Landréttir við Áfangagil, Rang. fimmtudag 26. sept. Leirhafnarrétt í Núpasveit, N-Þing Ekki ljóst Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. Ekki ljóst Melarétt í Fljótsdal, N.-Múl. laugardagur 21. sept. Mýrdalsrétt í Hnappadal þriðjudag 24. sept. Ósrétt á Langanesi Ekki ljóst Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sunnudag 22. sept. Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum laugardag 21. sept. Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. laugardag 21. sept. Selflatarrétt í Grafningi, Árn. mánudag 23. sept. Selvogsrétt í Selvogi sunnudag 22. sept. Siglufjarðarrétt í Siglufirði laugardag 21. sept. Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. laugardag 21. sept. Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi, S-Þing. Ekki ljóst Tunguselsrétt á Langanesi Ekki ljóst Víkingavatnsrétt í Kelduhverfi, S-Þing. Ekki ljóst Þóristunguréttir, Holtamannaafr., Rang Ekki ljóst Þórkötlustaðarétt í Grindavík laugardag 21. sept. Þverárrétt Eyja- og Miklaholtshr, Snæf. sunnudag 22. sept. Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. mánudag 23. sept. Fjárréttir haustið 2013 Helstu réttir í Landnámi Ingólfs Arnarsonar haustið 2013 laugardag 21. sept. Kl. 14.00 Húsmúlarétt við Kolviðarhól laugardag 21. sept. kl. 15.00 Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit sunnudag 22. sept. kl. 11.00 Fossvallarétt við Lækjarbotna sunnudag 22. sept. um hádegi Hraðastaðarétt í Mosfellsdal sunnudag 22. sept. um kl. 15.00 Kjósarrétt í Kjós sunnudag 22. sept. kl. 17.00 Brúsastaðarétt í Þingvallasveit mánudag 23. sept. kl. 10.00 Selflatarrétt í Grafningi mánudag 23. sept. kl. 14.00 Ölfusréttir í Ölfusi laugardag 21. sept. kl. 14.00 Þórkötlustaðarétt í Grindavík sunnudag 22. sept. kl. 9.00 Selvogsrétt í Selvogi, Árn. laugardag 28. sept. kl. 13.00 Krísuvíkurrétt v. Suðurstrandarveg, Gullbr. Seinni réttir verða tveim vikum síðar á sömu vikudögum, þ.e. dagana 5.-7. október. Til að auðvelda hreinsun afrétta og draga úr hættu á ákeyrslum á þjóðvegum í haustmyrkrinu er lögð áhersla á að fé verði haft í haldi eftir réttir. Samkvæmt 5. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr. 733/2012 er óheimilt að sleppa aftur fé úr haustréttum á afrétti. Stóðréttir haustið 2013 Auðkúlurétt við Svínavatn, A-Hún. laugardag 21. sept. kl. 16 Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. laugardag 21. sept Árhólarétt í Unadal, Skag. föstudag 27. sept. kl. 13 Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardag 28. sept. Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 28. sept. kl. 13. Deildardalsrétt í Skagafirði laugardagur 5. okt. Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardag 5. okt. Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. laugardag 5. okt Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 5. okt. kl. 10 Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit laugardag 12. okt. kl. 10 Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 12. okt. kl. 13 Þessar myndir voru teknar í réttarferð sem Almenningur, starfsmannafélag Bændasamtakanna, efndi til í Krýsuvíkurrétt síðastliðinn laugardag. Myndir / Ingibjörg Pétursdóttir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.